26.10.04

Í dag:

...Var ég drusla með hita og svaf til hádegis en tók samt viðtal við Tryggva Gíslason.
...Beið ég í meira en klukkustund eftir lækni sem stakk pinna í kokið á mér en fór samt á Muninsnámskeið og í Myndlistaskólann.
...Var ég aumingjahetja.

Á föstudaginn:

Fór ég í klippingu. Ég mæli ekki með því að fólk fari í klippingu á föstudögum.
Þá þarf maður að taka þátt í "samtali" sem er eitthvað á þessa leið:

Klippikona: Jæja, á svo ekki að skella sér á djammið í kvöld? (Ofurhress)
Kristín: (Bitur yfir Airwaves för sem ekki varð og áhyggjufull yfir námi sem ekki verður)
Nja, kannski læra bara...
Klippikona: (Hneyksluð) Hva, þú verður nú að gera eitthvað um helgina! Í hvaða skóla ertu annars?
Kristín: Menntaskólanum.
Klippikona: Já svoleiðis... (blanda að vorkunnar og hneyslunartón)

Æi, ég veit ekki. Mæli samt heldur ekki með að fara í klippingu á mánudögum, þá er maður spurður um djammið seinustu helgi...

Núna lít ég út eins og albínóa-Kleópatra ef ég slétti á mér hárið en fimm ára smástelpa ef ég set það í stert. Mér finnst það ágætt.

23.10.04

Það er nóg...

fyrir mömmu að vita að Gitta sé að koma í heimsókn, þá fer hún að baka.
Gitta kom til mín í gærkveldi og áður en ég vissi af var mamma búin að
skella í eplaköku. Sem var ágætt... Hefði samt ekkert verið á móti því að eyða kvöldinu í Hafnarhúsinu að hlusta á Bang Gang, vei ykkur airwaves farar!

Hefur enginn annar...

en ég fundið svona "tilfinningu" þegar hann borðar rjóma?
Svona kitlandi tilfinning í tunguna og góminn þegar þú færð
of stóran skammt af rjóma uppí þig í einu? Svo getur þú ekki talað
í dálitla stund á eftir því það er eins og það séu maurar með njálg í
munninum á þér? Ekki?
Mamma og Gitta könnuðust ekki við þessa tilfinningu í gær þegar
ég reyndi að lýsa henni. Fyndið að komast að því að hlutir sem maður
telur vera eðlilegir frá barnæsku eru það kannski ekkert. En ég auglýsi
eftir fólki sem skilur hvað ég er að tala um.

Annars ætla ég...

að eyða deginum í lærdóm.
Og kannski eitthvað annað.
Ég veit ekkert.

17.10.04

Þegar að...

...þú getur ekki skrifað ritgerðina þína, það er snjór úti, og stærðfræðipróf framundan er varla annað hægt en að klæða sig í stóra ullarsokka, fá sér barnagraut með extra miklum kanel og horfa á Stundina okkar.

11.10.04

Í kvöld...

rennur stundin upp.

Óttablandin spenna heltekur mig. Ég veit ekki með Ásgeir Berg en mér finnst ekki ólíklegt að hann finni fyrir sama fiðringi og ég.

Og spurningarnar streyma;
Hverjir verða þarna?
Mun ég hafa þetta af?
Hvernig á þetta eftir að enda?

Kl. 21:00 gerist það...


9.10.04

Sýnum samheldni...

lesum Birtu og hlæjum að Ceres 4.