27.3.06

Svo þreytt. Það er samt stórfurðulegt að þurfa ekki að hugsa um neitt eða brasa neitt nema að laga til hér heima. Páskafrí og gleði, kærkomin hvíld.

Ferðasaga?

Ég ætla að byrja að bomba slæmu hlutunum niður:

Stress, fólk sem mætir ekki á það sem það er búið að skrá sig á og lætur ekki vita, RÚV, ókurteist, vanþakklátt og frekt fólk, næturvaktir, fáránlegt fyrirkomulag á söngkeppni framhaldsskólanna, bakverkir eftir rútusetu og óþægilega svefnaðstöðu og of mikil þreyta til að kíkja á lífið.

Nú er neikvæðnin búin og ekki verður vælt meira í þessari færslu.

Gettu betur keppnin var ótrúleg. Þvílík gleði, stolt og sigurtilfinning. Tárin brutust fram þegar að skólasöngurinn var sunginn hárri raust. Til hamingju Ásgeir, Tryggvi, Magni, og að ógleymdum Unnari. Vinnan sem þið hafið lagt í þetta er ótrúleg og þið uppskáruð eins og þið sáðuð. Ji, ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um keppnina.

Annað í ferðinni gekk líka vel. Stíf dagskrá; Pizza hut ferð, morgunverður á Hótel Sögu (namm), sundferð, kultur-rejse, keiluferð, Kringluferð, Leikhúsferð, næturvaktir, Bláa lóns ferð, furðulegur en þó skemmtilegur brunch í Ráðhúsinu, Söngkeppnin, KFC ferð, heimferð...

Það rann upp fyrir okkur Eddu í rútunni, að þetta var seinasti atburðurinn sem stjórnin okkar stendur fyrir á þessu skólaári. Nú er bara eitthvað dundur eftir. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning, þreytan er sannarlega farin að segja til sín en samt vil ég ekki hætta. Mér finnst þetta hrikalega sorglegt og það er von á svakalegu væmnu uppgjöri við stjórnina á þessari síðu. Úff og jeminn.

Nei ansans, ég ætlaði ekki að væla meira.

Held það sé best fyrir mig að fara bara og horfa á 70's Show. Já svei mér þá.
Ferðasaga?

Ég ætla að byrja að bomba neikvæðu hlutunum niður:

Fólk sem skráir sig og mætir ekki, RÚV, stress, fólk sem kvartar í sífellu, þreyta, fólk sem er of seint í rútur og þarf að skutla út um allt, næturvaktir, fólk sem er ókurteist og særandi og vanþakklátt og heimskulegt fyrirkomulag á söngkepninni.

Þá er það búið. Ekki verður frekar talað um neikvæða hluti í þessari færslu.

Jákvæðir hlutir voru fjölmargir, ber þar hæst að nefna sigurinn í Gettu betur. Þvílíkur sigur, þvílík stemning, stolt, gæsahúð, tár og hlátur, glaumur og gleði. Til hamingju enn og aftur, Ásgeir, Tryggvi og Magni. Vinnan sem þið hafið lagt á ykkur er ótrúleg, enda uppskáruð þið eins og þið sáðuð. Unnar og Tryggvi Aðalbjörns eiga líka að sjálfsögðu heiður skilinn fyrir sína óeigingjörnu vinnu.
Æhj, það er varla hægt að segja meira um þessa keppni. Bara hrein gleði og hamingja. Júlíus og Kristján stóðu sig líka eins og hetjur uppi á sviði, haha, án efa besta atriðið.

Það gekk eiginlega allt vel í ferðinni. Kultur-rejsen, morgunverður á Hótel Sögu (namm), sundferðir og allt klabbið. Vá, ég er svo þreytt, ég get hvorki hugsað rökrétt né skrifað.

Það skall á okkur Eddu í rútunni heim að þetta var seinasti stóri atburðurinn sem okkar stjórn skipuleggur á þessu skólaári. Það er bara eitthvað dundur eftir núna. Ég er döpur yfir því, ligg eins og klessa og kjökra bara. Í tilefni af því ætla ég að fara að sofa.
Eftir þessa helgi vil ég óska sjálfri mér til hamingju með eftirtalið:

Að hafa náð að gera svona 30% af því sem var á to do listanum mínum fyrir helgina. Miðað við lengd þess lista eru 30% í alvörunni góður árangur, merkilegt nokk.

Að hafa áttað mig á því, ásamt Magnúsi, að ekki höfum við valið sætasta kökubitann þegar okkur datt sisona í hug að skrifa um John Stuart Mill og Frelsið. Frábært efni, ótrúleg bók, svaklega erfitt að skrifa góða og heilsteypta heimspekiritgerð um þetta.

Að hafa skemmt mér svona vel með stjórninni í gær. Ótrúlega gott djamm og gaman að vera öll saman. Ekki spillti fyrir að Palli tileinkaði okkur lagið "Ég er eins og ég er".

Að hafa sofið tæpa 5 tíma seinustu nótt og halda þrátt fyrir það meðvitund í allan dag og allt kvöld.

Að eiga mömmu sem eldaði lambalæri í kvöld og rækjukokteil í forrétt og bauð Gittu og Röggu í mat.

Að hafa innbyrgt ótæpilegt magn Sun Lollys, rjómaíss, kóks og samlokna í boði Magnúsar Braga, meðan á verkefnavinnu stóð.

Að vera enn vakandi kl. hálffimm á mánudagsmorgni og eiga eftir að gera allt í heiminum.

Fjandans.

24.3.06

Það er margt búið að ganga á undanfarna daga. Ratatoskur gekk með endæmum vel, fullt af skemmtilegum fyrirlestrum og námskeiðum sem ég gat farið á, þrátt hlaup um skólann og planleggingar. Nú er bara næst að brasa í Gettu betur ferðinni og menningarferð. Vúhú.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Mér líður skringilega. Ég get engan veginn ákveðið í hvernig skapi ég er, eða hvað ég vil gera. Það vofir eitthvað yfir, ég veit ekki hvað. Nú er erfitt að segja hvaða stefnu ég tek næst, það verður þó líklega ein af þessum fjórum:

1. Að gráta yfir harmi heimsins, ungdóms á Akureyri, mansali í Eystrasaltslöndum, ungbarnadauða í Afríku, fordómum, illri meðferð íslenskra stjórnvalda á gömlu fólki, trúarofsækismönnum hvar sem er, týndum tilfinningum og öðru sem mér dettur í hug. Sleppa því svo að þvo mér um hárið, hlusta á angurværa og þunga tónlist sem er gott að gráta við, lesa rússneskar bókmenntir, fá svo í endann uppljómum um fegurð heimsins og snúast gjörsmlega í hina áttina. Depression sem endar í maníu, klassík.

2. Að púlla hina köldu skynsemiskonu á þetta. Hætta að hugsa um óþarfa vesen, s.s harm heimsins, og einbeita mér að komandi verkefnum. Sökkva mér í vinnu og skipulagningu, af nógu er að taka. Sumsagt, skýr markmið og greið leið í átt að þeim. Gerilsneytt öllum tilfinningum og flott.

3. Gefa skít í allt, skemmta mér um helgina og hlæja mikið í góðra vina hópi. "Everything good I deem too good to be true, everything else is just a bore" fílíngur. Nei, nú skilur mig enginn, en allavega, bara henda öllu frá sér og hugsa sem allra allra minnst við taktfasta tónlist. Hætta að vera vitsmunavera um stund.

4. Fylgja hugboðinu sem Nína fékk rétt áðan, fara suður, detta í það með henni og fara óvart til Vegas þar sem við giftum okkur.

Úllendúllendoff, kikkelanikoff...

12.3.06

Það er rosalega lélegt að vera stressuð yfir óunnum verkefnum sem eru komin fram yfir seinasta skiladag og sofna svo kl. 19.00. Það gerði ég áðan, algjörlega óviljandi. Núna er ég svo vöknuð aftur, "eldhress", kl. 03.00.

Oj bara, ég skil ekki þessa nýtilkomnu svefnþörf mína. Þessi óvænti eiginleiki minn hjálpaði svo sannarlega ekki til við að gera seinustu helgi spennandi. Ég sofnaði kl 17.00 á föstudeginum og rumskaði varla fyrr en kl. 12.00 á laugardeginum. Flott. Síðan ætlaði ég nú aldeilis að vera hress á laugardagskvöldinu, var komin í gírinn fyrir tónleikana á Græna hattinum en ákvað í staðinn að leigja vídjó. Dr. No er reyndar svakalega góð mynd, Sean Connery er óendanlega sexí á þessum árum. Svo við tölum nú ekki um Ursulu Andress, mér er sama þó hún hafi verið afleit leikkona.Hvernig verður maður svona segirðu? (NB. Þetta er fyrir daga photoshop).

Kvennakvöldið var í gær og ég mun aldrei ná fullum bata. Aldrei. Þetta var bara eitthvað sem sprengdi öll mörk þegar kom að hlátri, bjánahrolli og undrun. Sumir vita hvað ég meina.Endum þetta á mínum manni.
Góða nótt.

8.3.06

Ég er þreytt. Nenni ekki lengur að skrifa færslur, er svona að spá í að hætta.
Sjáum hvað setur.

Búið ykkur undir rosalegt sjó á söngkeppninni á fimmtudaginn, djöfuls kynbombur og dansdýr sem við erum... Eða svona.

3.3.06

Góð ferð, vá hvað ég er þreytt.

Ásgeir, Magni og Tryggvi; you rock my world!

Haha, galsi og svo svefn.

1.3.06

330 manns í sex rútum, klöpp og hróp og söngvar, stress og smölun, McDonalds, svefnhnakki, spenna og gleði á morgun...

Vá hvað Gabríela Friðriksdóttir er steikt.

Ég botna náttúrulega bara hvorki upp né niður í Húsvíkingum. Hvurslags þjóðflokkur er það eiginlega? Það var ákveðið að íhuga að reisa álver á Húsavík í dag, og það verður allt vitlaust! Fólkið safnast saman, fer í álversbúninga, setur á sig álhatta, flaggar, faðmast og kyssist og heldur allsherjar þjóðhátíð. En skrýtið lið. Mér er svosem sama, álverið rís allavega ekki í Eyjafirði, mikið er ég ánægð með það.

Öskudagurinn fer í taugarnar á mér. Eða kannski réttara sagt, fréttaflutningurinn frá öskudeginum. Fréttatímar á öllum stöðvum og rásum, eru undirlagðir af krökkum í búningum sem syngja sín rosalegu fölsku lög og sprella. Ég kann ekki við þetta, vá hvað segir það um mig? Er orðin svo bitur, gömul kelling og komin svo langt frá mínu innra barni að ég get ekki fundið gleðina í öskudeginum? Greinilega, þetta veldur mér óhug.

Mér líkar Gabríela Friðriksdóttir.