26.4.06

Þegar ég er þreytt á miðvikudagskvöldum fer ég á radioblugclub.com og dansa við þennan pleilista:

Booney M - Funky town
Ratatat - 17 years
Gloria Estefan - Doctor Beat
Daft Punk - Technological
Gus gus - David

Eða dilla mér allavegana.
Svo fer ég í sturtu, so long.
Áður:

-Ótrúlega hjartnæm stjórnaskipti.
-Stórskemmtileg stjórnaskiptaferð.

Núna:

-Njálsgatan og Nína.
-Sumarveður.
-Max, don´t have sex with your ex, it´ll make your life complex... haha.
-Greinarskrif.

Bráðum:

-Opnun á sýningunni hennar Nínu.
-Kvöldfundur á þriðjudaginn, alvörufundur á miðvikudaginn og svo allt á fullt span.

Ég get ekki annað sagt en að lífið leiki við mig þessa dagana.
Stjórn Hugins 2005-2006

Ég veit varla hvar ég á að byrja að tala um þennan hóp. Það hefur verið ótrúlegt að vinna með þessum krökkum seinasta ár, Ég ætlaði að skrifa einhvern pistil um það, en ég verð hreinlega of væmin. Ég held að ég spari ræðuna fyrir stjórnarskiptaferðina á morgun. Bústaðarferðir hafa yfirleitt verið góður vettvangur fyrir slíka tilfinningasemi...

Stjórn Hugins 2006-2007

Mér lýst svakalega vel á þennan hóp. Ég er spennt að hefja næsta tímabil með þessum krökkum, ég hef góða tilfinningu fyrir næsta vetri.

21.4.06
Þið sem eruð ekki löngu búin að skrifa undir, drífið þið endilega í því.

E.s. Það er ekki sérlega góð hugmynd að gúffa í sig kaffi rétt fyrir svefninn, jafnvel þótt gaman sé að vera á kaffihúsi í góðra vina hópi. Einnig er ég ótrúlega södd eftir Greifapizzuna sem ég át áðan í öðrum góðra vina hópi. Ég er heppin að þekkja svona margt skemmtilegt fólk, svei mér. Takk fyrir daginn allir.

E.e.s. Það er ekki góð skemmtan að vakna kl. 7 á sumardaginn fyrsta, storma niður í Kompu og brasa við mætingagjafir og fleira bras til hádegis.

E.e.e.s. Kosningabarátta hefst á mánudaginn, bakstur og myndatökur framundan. Er einhver með góðar hugmyndir fyrir auglýsingar? Þetta eru vandræði alveg hreint... Allar hugmyndir vel þegnar!

17.4.06

Paaaaaartýýýý!?

Nei... sannarlega er ég ekki partýgaurinn í kvöld. Tjah, ekki nema það að liggja í náttslopp, lesa og ofsækja fólk á msn, á milli þess að endurraða í fataskápinn sinn, teljist villt djamm. Hvað veit maður?

Ég er búin að lesa tvær bækur það sem af er frís, fyrir utan skólabækur. Fyrst las ég fimmtu bókina um Kvenspæjarastofu númer eitt. Skemmtilegar bækur með skemmtilegum stíl, ótrúlega auðlesnar og ekki verra að drekka rauðrunnate meðan maður les þær. Eiginlega alveg nauðsynlegt. Mér finnst samt bækurnar þynnast svakalega eftir sem þær verða fleiri, þá er ég að tala um söguþráðinn, ekki blaðsíðufjölda.

Svo var ég að enda við Draumalandið eftir Andra Snæ. Það er búið að dásama þá bók nógu mikið í fjölmiðlum og annars staðar, nenni ekki að tala um það. En mikið vona ég (og efast í leiðinni um) að fólk sem bókin á hvað mest erindi til lesi hana. Forsætisráðherra, iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra, heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra... eða bara allir ráðamenn þjóðarinnar, hvar sem þeir standa í pólitík. Þetta er holl lesning og ég mæli með henni fyrir alla.

Þessi dagur byrjaði hræðilega, rifjum það ekkert meira upp, en var á annan hátt góður. Lunginn úr honum fór í át á ömmumat, hundaknús, krakkakram, singstarbattl og spjall. Það er sérlega gaman að spjalla við frændsystkini mín, þau eru að pæla í svo skemmtilegum hlutum.

Við lágum saman í klessu uppi í sófa og horfðum á Spiderman þegar allt í einu...

Þorri: (5 ára og alinn upp af trúlausum foreldrum) "Guð skapaði heiminn Kristín".

Þórdís: (11 ára og einstaklega kurteist, orðvart og gáfað barn, muldrar) "Helvítis kristinfræði..."

Kristín Helga: (18 ára og afar hissa á báðum frændsystkinum sínum, öðru fyrir óvænt innskot og hinu fyrir orðbragðið) "Nújá... og hvar heyrðirðu það Þorri?"

Sunna: (8 ára, smámælt og óðamála) "Hann Þorri fór sko í sunnudagaskólann í leikskólanum um daginn og nú trúir hann á Guð".

Þórdís: (Muldrar) Helvítis kristinfræði...

Sunna: (Enn æstari og hraðmæltari) Einusinni eyddi ég heilum degi í skólanum í að læra bara kristinfræði. Það var ekki sérlega skemmtilegt, pabbi fór bara að hlæja þegar ég sagði honum það samt... Pabbi var sko alltaf hræddur við englana þegar hann var lítill, amma fór nefnilega alltaf með bænirnar fyrir hann fyrir svefninn, þarna "...sitji Guðs englar, saman í hring, sænginni yfir minni..." og hann þorði aldrei að sofna því að hann var svo hræddur um að englarnir dyttu á hann um nóttina...

Þórdís: (Grípur fram í) "Trúir þú á Guð Kristín?"

Kristín: Nei, það geri ég ekki.

Sunna: (Verður pínu ráðvillt, hugsar sig svo um) "Sko... Þorri trúir á Guð, Þórdís trúir ekki á Guð og ég bara... ég veit ekki, æhj. (Andvarpar furðu jússulega, miðað við aldur) Þetta er svo erfitt! (Rosalega mikið miðjubarn).

Þorri: (Horfir upp í loftið og sönglar) Ó Jesú bróðir beeeesti...

Á þessum tímapunkti var ég orðin svo ráðvillt yfir þessum óvæntu pælingum og umræðum að ég stóð upp og fékk mér kaffi með fullorðna fólkinu. Það er minna krefjandi.

Ég vil í endann gefa íslensku skólakerfi sérstakt kredit fyrir að: Fara með leikskólabörn í sunnudagaskóla án þess að spyrja forráðamenn leyfis, kenna börnum upp úr norskum trúboðsbókum þar sem biblíusögur eru settar fram sem staðreyndir, ekki þjóðsögur, og Gyðingar eru vondu kallarnir, hafa það í námskránni að "börnum skuli innrætt _kristilegt_ siðgæði", leyfa kennurum að komast upp með að krefja 12 ára börn svara og útskýringa á því afhverju þau séu ekki trúuð, segja foreldrum að ná í börnin sín úr tíma og hafa ofan af fyrir þeim ef þau vilja ekki að þau sitji kristinfræðitímana og síðast en ekki síst, ráða kristinfræðikennara sem eru heittrúaðir ofsatrúamenn sem tryllast við börnin ef þau trúa ekki.

Þetta eru allt dæmi úr íslensku skólakerfi sem ég, bróðir minn eða frændsystkini mín þekkja af eigin raun. Til hamingju okkar trúfrjálsa land.

14.4.06

Ræræræ... Frí og fjör. Mér leeeeiðist.

Alveg stórmerkilegt, ég er búin að skrifa heillangan appelsínugulan þarfaðgeraípáskafríinu-lista, nenni því miður ekki að gera margt á honum. Læt mér leiðast í staðinn, en óskynsamlegt.

Við Kristján Einarsson snerum samt vörn í sókn í gær. Við höfðum verið að spjalla saman og áttuðum okkur á að það væri ekkert sniðugt að láta sér leiðast í fríum. Hann vakti mig þessvegna kl. 10 í gærmorgun, kom hingað kl. 11 og við byrjuðum að plotta (svikula rotta?). Við ákváðum að eyða deginum í bakstur, sérdeilis ágæt dægradvöl það. Ekki skemmdi svo fyrir að við sáum fram á að geta mútað fólki til að hitta okkur með bakstrinum. Við skelltum sumsagt í þrjú form og úr því kom: Tilraunasúkkulaðikaka, ættuð frá Austfjörðum og Lundúnum, karamelluhringur og frönsk súkkulaðikaka með jarðaberjum og brómberjum. Auk þess skrapp mamma í bakaríið og keypti nokkur brauð. Síðan hringdi Kristján í skemmtilegt fólk, ekki komust allir en margir þó. Úr þessu varð heljarinnar kaffiboð. Mikið er gaman að þekkja svona margt skemmtilegt fólk, svei mér þá. Olga, Dagný, Ari, Arnar, Júlíus og Magga, takk fyrir komuna. Kristján fær spes þakkir fyrir allan daginn.

Æhj skelfing langar mig í Brynjuís. Allar "cravings" (hef ekki enn fundið fullnægjandi orð fyrir þetta á íslensku, tillögur óskast) magnast upp þegar þær eru ófáanlegar. Nú er ég svo sannarlega bitur trúleysingi, fúl yfir því að sektarkennd heils samfélags yfir þjóðsögu valdi því að búðir séu lokaðar á föstudaginn langa. Nei svona svona, ætli ég jafni mig ekki.

Jæja, engin ástæða til að láta sér leiðast eða hvað? Farin að hitta Olgu og Dagnýju.

11.4.06

Blogger er búinn að vera með stæla í Apple-tölvunni. Gáum hvort að heimilstölvan höndli þetta...

Ferðasaga?

Ég ætla að byrja á að bomba slæmu hlutunum niður:

Fólk sem mætir ekki á það sem það hefur skráð sig á og lætur ekki vita, RÚV, fólk sem er ókurteist, vanþakklátt og frekt, fyrirkomulagið á söngkeppni framhaldsskólanna, stress, næturvaktir og bakverkir eftir rútusetu og lélega svefnaðstöðu.

Þá er það komið, meira verður ekki vælt í þessari færslu.

Gettu betur keppnin var ótrúleg. Ásgeir, Magni og Tryggvi hafa lagt ótrúlega vinnu á sig í vetur og uppskáru svo sannarlega eins og þeir sáðu. Gleðin, sigurtilfinningin og skólasöngurinn í lokin, þetta var ólýsanlegt.

Annað í ferðinni gekk bara vel. Sundferð, morgunverður á Hótel Sögu (namm), Kringluferð, keiluferð, leikhúsferð, Bláa-lónsferð, Kulturrejse, söngkeppnin og allt klabbið.

Það rann upp fyrir okkur Eddu í rútunni að þetta var seinasti atburðurinn sem stjórnin okkar skipuleggur. Nú er bara eitthvað dundur eftir, uppskeruhátíð og þ.h. Við fórum eiginlega að skæla yfir þessum ósköpum, þrátt fyrir að vera orðin þreytt langar mig alls ekki til að hætta. Það er von á svakalega væmnu stjórnaruppgjöri á þessari síðu bráðlega. Sjitt, ég er farin að kjökra við að hugsa um þetta, ég var samt búin að lofa að væla ekki meira í þessari færslu.

Mamma er komin heim með 500 moskítóbit og fleira skemmtilegt í farteskinu. Held ég fari og lesi Draumalandið. Heydo.

5.4.06

Helvítis RÚV. Djöfulsins helvítis drasl.

Sumt fólk má líka alveg eiga sig í smá tíma.

Hædúllíadúllíadúllíadei...