21.5.07

Argh plöh föh.

Ég hef ekki orku í að klára þetta. Vill einhver hringja á vælubílinn?!

Mig dreymdi brautskráninguna mína í dag, mikið rosalega verður gaman 17. júní. Ég sé þetta fyrir mér, mitt inn í miðri Kristínar-þvögu fjórða bekkjar er ég kölluð upp og tek við stúdentsskírteininu mínu, skælbrosandi. Vonandi rætist þessi draumur, akkúrat núna sé ég þó ekki alveg fram á það.

Þetta er búinn að vera ömurlegur dagur og ekkert frábær hálfur mánuður ef út í það er farið. Endalaust orkuleysi og augnverkur og vöðvabólga og „búlgaría“ og vanræksla við vini og verkefnaskil.

Nú er ég reyndar búin að skila öllu af mér nema ég á „litla“ 20 blaðsíðna heimspekiritgerð eftir. Já, ég má heldur ekki gleyma rosalega hressum inspectrix pistli í Munin (sem vonandi kemur út).

Þessi dagur fór líka í rugl, búlgaría og hiti (þess vegna dreymdi mig í _dag_ að ég væri að útskrifast, ég ákvað að ég ætti skilið frí frá klósettsetunni og lagði mig) og svo loks... að sauma 22 merki á Dimissio búninga F-bekkjarins með mömmu. Elska bekkinn minn ekkert allt of mikið þessa stundina þar sem það fóru tæpar fjórar klukkustundir í þetta bras. Ég hefði getað varið þeim klukkustundum betur og móðir mín eflaust líka.

Æi ætli það sé ekki best að byrja allnighterinn minn svo ég líti ekki út eins og algjör þrolli á fundi með Sigurði Ólafs á morgun útaf þessu ritgerðarklúðri. Elska að púlla allnighter þegar mig langar mest að pakka mér inn í sæng og vera veik í friði.

Djöfull djöfull djöfull.

8.5.07

„Hvernig er lífið núna?“ Já það er von að fólk spyrji þessarar spurningar.

Lífið er latt, seinasta vika snerist um svefn og kúr. Já það var gott. Núna þarf ég þó að hrista af mér slenið, taka mig saman í andlitinu, láta hendur standa fram úr ermum o.s.frv. ef að ég á að útskrifast í vor.

Námsleiði er hræðilegt fyrirbæri.

Annað - Hver býðst til að halda kosningavöku/júróvisjón partý?

Mér sýnist á öllu að ég eigi svo forpokaða foreldra að þeir ætli að gefa ríkisstjórnarflokkunum hvort sitt atkvæðið. Mér hrýs hugur við að vera í faðmi fjölskyldunnar nk. laugardagskvöld. Ég býðst til að koma með góðgæti í partýið ef einhver býðst til að halda það.