Ljótt blogg.
Þetta er ljótt blogg. Ég var búin að ákveða að ég myndi ekki skrifa inná það fyrr en
það yrði flott en gríðarleg bloggþörf hefur borið mig ofurliði.
Núna á ég að vera að gera þýsku. Ég hata þýsku, kann í raun ekkert í henni og langar eiginlega ekki að læra hana. Hinsvegar fer ég í munnlegt próf á morgun þar sem ég á að geta haldið uppi löngu samtali og auk þess á ég að kunna að versla mér naglalakk, föt, ávexti og kaffi. Þó ég sé hundlasin og með samfallin lungu frá því í jarðfræðiferð dauðans í gær hellti ég mér í þetta á fullum krafti! Eftir að ég hafði unnið við samtalið í tæpa 3 tíma og það seivaðist ekki í tölvunni hvarf harkan.
Helgi var stilltur á away á msn, blessunarlega fyrir hann, ég leyfði mér þó að níðast á tölvunni hans að honum fjarstöddum:
devil in her heart says:
ég er í kasti
grenjandi
taugaáfalli
skjalið mitt seivaðist ekki, ég er búin að vinna í því í þrjá tíma.
(seinna)
devil in her heart says:
fann þetta
guði sé lof
stærsta taugaáfalli norðan heiða er lokið.
Það þarf ekki að taka það fram að Helgi nokkur Vilberg hló að paranoju konu sinnar þegar hann sneri sér aftur að tölvunni.
P.S Tilfinningarnar og sárindin voru svo sterk að ég talaði óvarlega við manneskju sem hló að mér í uppnámi mínu. Þetta óvarlega tal orsakaðist af stærsta tussuverki í heimi og bið ég manneskjuna velvirðingar.
Þetta er ljótt blogg. Ég var búin að ákveða að ég myndi ekki skrifa inná það fyrr en
það yrði flott en gríðarleg bloggþörf hefur borið mig ofurliði.
Núna á ég að vera að gera þýsku. Ég hata þýsku, kann í raun ekkert í henni og langar eiginlega ekki að læra hana. Hinsvegar fer ég í munnlegt próf á morgun þar sem ég á að geta haldið uppi löngu samtali og auk þess á ég að kunna að versla mér naglalakk, föt, ávexti og kaffi. Þó ég sé hundlasin og með samfallin lungu frá því í jarðfræðiferð dauðans í gær hellti ég mér í þetta á fullum krafti! Eftir að ég hafði unnið við samtalið í tæpa 3 tíma og það seivaðist ekki í tölvunni hvarf harkan.
Helgi var stilltur á away á msn, blessunarlega fyrir hann, ég leyfði mér þó að níðast á tölvunni hans að honum fjarstöddum:
devil in her heart says:
ég er í kasti
grenjandi
taugaáfalli
skjalið mitt seivaðist ekki, ég er búin að vinna í því í þrjá tíma.
(seinna)
devil in her heart says:
fann þetta
guði sé lof
stærsta taugaáfalli norðan heiða er lokið.
Það þarf ekki að taka það fram að Helgi nokkur Vilberg hló að paranoju konu sinnar þegar hann sneri sér aftur að tölvunni.
P.S Tilfinningarnar og sárindin voru svo sterk að ég talaði óvarlega við manneskju sem hló að mér í uppnámi mínu. Þetta óvarlega tal orsakaðist af stærsta tussuverki í heimi og bið ég manneskjuna velvirðingar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home