30.10.07

Já ég veit, ég er farin að blogga annan hvorn dag.

Ég fór bara að hugsa um hvað starfið á elliheimilinu hefur mótað mig. (Nei, ég ætla ekki að koma með fegurðardrottningarræðu um að starfið hafi kennt mér að meta lífið og æskuna og að forgangsraða rétt... ekki núna).

Fyrir tveimur árum var ég frekar klígjugjörn. Þrátt fyrir að vera alin að miklu leyti upp í sveit og allt það. Ég kom mér undan því að hreinsa upp kattaælu, var ekkert rosalega hrifin af kúkableyjum frændsystkina minna og fór undantekningalaust að kúgast ef ég heyrði fólk æla.

Á vaktinni í kvöld hreinsaði ég ansi marga kúkarassa (eins og venjulega, það er samt niðurgangur að ganga á elló þessa dagana) og auk þess ældi maður á hendina á mér. Ekki viljandi, en hann gubbaði samt á mig.

Nokkrum tímum eftir umrætt atvik áttaði ég mig á því að ég hefði ekki kúgast við þetta. Í kjölfarið mundi ég að ég hef ekki kúgast í vinnunni síðan að ég mætti skyrþunn á sunnudagsmorgni í sumar og við mér tók rosalegasta niðurgangstilfelli sem ég hef lent í. Ágætis árangur þó ég segi sjálf frá.

Tvenns konar lærdóm má draga af þessari færslu:

1. Fólk breytist og klígjugirni þess með.
2. Það er ekki sniðugt að mæta þunnur í vinnuna, það er aldrei að vita hvað tekur á móti manni.

3 Comments:

Blogger Heida said...

Já veistu ég er alveg sammála þér með punkt nr. 2
Það er bara ekkert töff við það að mæta þunnur til vinnu, eiginlega sama hver vinnan er.

12:00 f.h.  
Blogger Una said...

Sæl... nú veist þú líklega að ég les stundum bloggið þitt ehh. Vil samt fullvissa þig um að ég ræddi þetta bara við hana Valdísi svo þetta varð nú aldrei að heitasta slúðrinu ;o) Svona fer bloggsnuðrið stundum með mann!

1:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Heiða.

Haha Una, þetta er bara fyndið :) Ekki skrýtið að þú hafir haldið þetta, gaman að þú kíkir hérna inn =)

12:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home