1.8.07

Náttborðið segir meira um manninn en margur heldur. Eða eitthvað.

Á náttborðinu mínu hvílir leslampi, bunki af Time blöðum, baukur skreyttur Múmínálfunum sem geymir drasl og neyðarbirgðir af súkkulaði, sería af Family guy, innrömmuð árshátíðar-gimpa-mynd af okkur Ottó, lítil stílabók, fátæklegur launaseðill frá Akureyrarbæ, bólusetningaskírteini. Haugur af bókum - dönsk ferðabók um Indland, Lonely planet bók um Síberíuhraðlestina, Sál og mál eftir Þorstein Gylfason, The problems of Philosophy eftir Bertrand Russell, Ilmurinn eftir Patrick Suskind og Stríð og friður eftir Leo Tolstoj. Pakki af snýtiklútum, nefsprey, íbúfen, frunsukrem, vatnsglas og hálsbólgutöflur. Að ógleymdu tuskudýrinu mínu sem er líka spiladós; uppstoppaður kóalabjörn.

Það er örugglega hægt að lesa ýmislegt úr þessari upptalningu.

Mikið er ömurlegt að vera lasinn. Auðvitað er vont að vera með hita og beinverki og hlustaverk og hausverk og kvef og hósta og hálsbólgu - vissulega. En verst þykir mér hversu ofsalega geðvond og viðþolslaus ég verð í svona veikindum. Ég nenni þessu ekki, síst að sumri til.

Ég kíkti aðeins niður í bæ seinasta laugardagskvöld. Það var mjög gaman, enda hitti ég fullt af skemmtilegu fólki. Hinsvegar var það líka dálítið vandræðalegt því að flestir sem ég hitti voru steinhissa að sjá mig þar sem þeir héldu að ég væri farin til Asíu eða byggi einhversstaðar úti á landi í sumar. Afhverju hélt fólk það? Jú, það er ekki búið að sjá mig í allt sumar. Kannski eitthvað til í því. Ég hlakka til næstu helgar, þá verð ég í fríi og krefst þess að hafa gaman og hitta fólk!

Ætla að laga til á náttborðinu mínu.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull áttu stórt náttborð...

4:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já vá! Haha. Gott að fá blogg frá þér, var farin að halda að þú værir einhversstaðar úti á landi þar sem er ekki til neitt netsamband... eða ha?
Kannski í gulu herbergi. Vonandi eignastu meira líf næsta sumar :) Sjáumst kannski helgina eftir versló. Knús þangað til.

7:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá þig í gær! :) Haha, ég held að ég þurfi að fara að fjárfesta í einu eða tveimur náttborðum. Við hliðina á rúminu mínu er bara lítil krukka af fótakremi á gólfinu, ásamt bodysprayi (já ég get ekki sofnað nema vel lyktandi!) og ipodhleðslutæki. Ætla rétt að vona að það segi ekkert svo mikið um mig ;) En mér þykir þú búa vel af öllu þessu sem þú geymir í þínu náttborði. Glimmerpartý?

5:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskuposi.

-nína

2:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er einn penni á náttborðinu mínu. ekki einu sinni eitthvað til að skrifa á, bara einn penni.

ég set allt drasl yfir á náttborðið hans sjonna þannig að hann lítur út fyrir að vera slugsi.

þetta hátterni segir kannski meira um mig en náttborðið :)
oj.

2:48 e.h.  
Blogger Unknown said...

Náttbordid mitt er teppi i hrúgu. Stundum er síminn minn a thví. Eda könguló.

5:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á ekki náttborð! bara einn skitinn koll sem ég nota undir leslampann. Kollurinn er viðurstyggð (mér er óhætt að segja það hér því Logi les ekki þetta blogg, en það var hann sem keypti kollinn).

Sakna þín gella!! hvenær sé ég þig næst?

12:09 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

sál og mál ríma líka á finnsku... hvenær kemurðu í bæinn? þetta var ógurlega endasleppt þarna á austurvelli!

10:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hah, það er það fyndna við þetta. Náttborðið er agnarsmátt Steinunn, en einhvern veginn komst þetta samt allt fyrir.

Hitti þig ekki helgina eftir Versló! Hvenær hitti ég þig þá eiginlega...? Knús til baka.

Þú ert krútt Björk - og glimmerpartý var það.

Þú ert besti rassinn minn Nína.

Hah, þú kúgar augljóslega manninn þinn Dagný.

Æi Axel. Mikið vona ég að þú deyir ekki áður en þú kemst heim.

Haha, gott að fíflið les þetta ekki ;) Ég sakna þín Sigga...

Þetta er augljóslega samsæri. Já ég skil ekkert hvað gerðist þarna á Austurvelli. Allir fóru og svo varst þú ekki þar. Veit ekki með næstu bæjarferð en ég hef augljóslega samband við þig. Annars er vertíð busapartýanna að fara í gang hér á Akureyri...

9:51 f.h.  
Blogger elfa said...

hausinn á mér er eins og eitt stórt náttborð... klárðair og ókláraðir hlutir.. minnismiðar og hugleiðingar, einn miði með draumi undanfarinnar nætur og glas með einhverju sem líkist vatni en er örugglega áfengt. síðan er þar hrúga af myndum, flestar frá 2003 þegar allt var auðvelt og nokkrar nýjar sem að vonandi verða uppáhalds.

ég kommenta svona seint í von um nýtt blogg
ást og virðing

2:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig gengur óléttan? (bara svona til þess að það standi eitthvað um þetta á blogginu þínu:))

4:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home