12.3.07

Hugleiðing

Sagt er að vinnan auðgi andann. Þetta orðatiltæki hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ég held að það sé ekki meiri sannleikur í því en mörgum öðrum orðatiltækjum sem að íslensk tunga hefur alið af sér (sbr. morgunstund gefur gull í mund).

Vissulega hef ég miklar mætur á vinnu og hef iðulega nóg að gera, sumir myndu telja það of mikið. Ég ber einnig mikla virðingu fyrir þeim sem að vinna erfiðisvinnu en ég myndi þó seint segja að hún auðgaði andann. Ég get sæst á að maður fái margar hugmyndir og hrindi ýmsu í framkvæmd, tali við áhugavert fólk o.s.frv...

Ég tel að í þessu sambandi sé miklu vænlegra að liggja í leti, hafa rúm og tíma til að lesa mikið og hugsa meira.

Nú get ég ekki neitað því að ég þrái slíkt líf akkúrat núna. Þessvegna leyfði ég mér að eyða klst. í að hunsa dagbókina og aðkallandi og yfirvofandi verkefni. Já það er ljúft líf að hlusta á Bowie í flónelnáttfötum og lesa um Russell. Andi minn er auðugur - í bili.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað meinaru að íslensk orðatiltæki feli ekki í sér sannleikskorn. Einhver (man ekki hver) á heimili mínu fékk einu sinni þennann málshátt í páskaeggi: Sjaldan skúrar gömul kona gólfið í einum rikk.
Það er nú mikill sannleikur í þessu:)

það var gaman að spjalla við þig áðan gella:) hlakka til að sjá þig í páskafríinu:)

7:32 e.h.  
Blogger Anna Elvíra Herrera said...

hæj bara svona láta vita af heimsókn minni :)

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ dúllan, hvað ég sakna þín. Farðu vel með þig.

7:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

'Arbeit macht frei' er jú eitt af þessu fallega sem Nasistarnir skemmdu.

7:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home