4.2.07

Takk fyrir athugasemdirnar öll. Greinin hefur tekið á sig mynd svo að formaður Carmínunefndar getur hætt að kvarta. Ekki það að hann geri mikið af því blessaður.

Ég fór á tónleika í gær. Ótrúlegir gítarhæfileikar, sjarmi, flott rödd, góðar lagasmíðar, frábærar textasmíðar, tilfinningaþrunginn hárlokkur og húmor fyrir sjálfum sér gera Pétur Ben að góðum gaur. Gaman að horfa og hlýða á, vissulega.

En hvað það er skrýtið að vera komin aftur í rútínu. En hvað það er gott að eiga aftur dagbók og en hvað það er margt skrifað í hana sem á eftir að komast í framkvæmd. Lífið er að komast í fastar skorður.

Ses og höres.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svekkelsi: Þegar ég byrjaði á klausunni um tónleikana var ég alveg viss um að þeir hefðu verið með Ottó. En svo var það bara einhver Pétur.
Rútína er oft stórlega vanmetin. Knús.

6:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég aetladi ad kommenta en gleymdi tví alltaf.
tannig ad ég bid bara ad heilsa :)

7:51 e.h.  
Blogger RaggaÝr said...

ohh.. svo sætur og sjarmerandi og fyndin og fullkomin! ég er hætt með Dodda og ætla að ná mér í þennan mann! hvað segiru um tvíkvæni?

híhí!

10:35 f.h.  
Blogger Edda said...

yndislegur gaur..léstu Ottó ekki fjúka þetta kvöld??

11:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ah... æ en mikið svekkelsi Hilda. Ég er sammála því að rútína sé oft stórlega vanmetin, ég kann vel við þetta.

Krúttið þitt Dagný. Söknuðurinn er svona farinn að segja til sín veistu...

Sko ég segi frekar fjölveri fyrir minn smekk. En kannski virkar tvíkvæni fyrir einhvern... Rosa sætur gaur.

Ottó fauk fyrir lítið Edda, þú þekkir mig - drusluna. Þú þarft að fara að plana djammið fyrir sunnan!

11:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home