10.1.07

ANDVÖKUSÁLMUR

Svei þér, andvakan arga,
uni þér hver sem má.
Þú hefur mæðumarga
myrkurstund oss í hjá
búið með böl og þrá,
fjöri og kjark að farga.
Fátt verður þeim til bjarga
sem nóttin níðist á.

Myrkrið er manna fjandi,
meiðir það líf og sál,
sídimmt og síþegjandi
svo sem helvítis bál,
gjörfullt með gys og tál.
Veit ég, að vondur andi
varla í þessu landi
sveimar um sumarmál.

Komdu, dagsljósið dýra!
Dimmuna hrektu brott.
Komdu, heimsaugað hýra!
Helgan sýndu þess vott,
að ætíð gjörir gott, -
skilninginn minn að skýra,
skepnunni þinni stýra.
Ég þoli ekki þetta dott.

Ég orða hlutina ekki eins vel og Jónas.

Eitt orð - andskotans.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

pity komment

6:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nú algjör sko

7:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey kúl þú fékkst líka pity komment! hef ákveðið að þetta séu góð komment en ekki slæm!

12:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að skoða seinustu færslu, myndina af honum Bowie. Ekki hefur þú séð kvikmyndina Labyrinth?

2:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*Síðustu færslu. Hljómar betur og réttara.

2:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk Birkir.

Takk Hildigunnur.

Jebb, það er gott að ákveða þannig Ragga. Afhverju hef ég ekki séð þig í ár og aldir? Ég hata prófatíð.

Heiða! Jájájá! Þessi mynd... oh svo margar minningar. Ég er einmitt með mynd af honum úr myndinni á desktopinu mínu núna, oh. Vá. Æskuástin. Langar að sjá hana aftur, ætli hún sé til á vídjóleigum?

6:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér fannst andskotans segja miklu meira en ljóðið um andvökur. en ég er líka svo einföld.

og vááá hvað það er leiðinlegt að vera til í próftíðum.

9:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei! Snilld. Það eru ekki margir sem hafa séð þessa mynd og ójá, margar minningar indeed. Í sumar millilenti ég í Köben og var svo ótrúlega heppin að rekast á Labyrinth á dvd. Myndin er nefnilega ekki til á vídjóleigum, allavega fann ég hana aldrei. Ég get lánað þér hana ef þú vilt.
Eins og ég segi er þessi mynd frábær og David Bowie, úff. Ég man eftir hvað ég var skotin í honum, sérstaklega þegar Sarah er á grímuballinu og hann syngur As The World Falls Down - frábært lag.

David Bowie er klárlega maðurinn.

10:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home