30.11.06

Í allan gærdag velti ég því fyrir mér hvað færi úrskeiðis. Það gekk hreinlega bara of vel. Skreytingarnar tilbúnar, og aldrei verið jafn flottar eða umfangsmiklar. Allt virtist vera í lagi með hljómsveitir, skemmtiatriði, matinn, borðaplanið til, fullt af góðu fólki búið að bjóða fram aðstoð sína, búið að skipta bekkjum niður á tíma í Höllinni og bara... Það hlaut eitthvað að klikka.

Það klikkaði náttúrulega ekkert nema ég sjálf. Tímasetningin var frábær, ég stóð uppi á stól í fínu fjöri og límdi akrýldúk á súlu. Allt í einu fæ ég gamalkunnan sting hægra megin í kviðarholið, leggst niður og bamm. Sprenging upp í maga og niður í fætur. Nei ónei, þetta átti að vera búið eftir að botnlanginn var tekinn úr mér í kviðarholsspegluninni í haust. Það er sumsagt greinilegt að þessi veikindi eru ekki horfin og eftir að ég var búin að grenja doldið, fá aðeins óráð og kúra í sófa, æla smá og átta mig á því að ég væri engum til gagns fór ég heim, tók verkjalyf og lagðist upp í rúm.

Arg! Hvurslags tímasetning er þetta? Hvurslags læknadruslur að finna ekki út hvað er að mér?

Mér líður skár núna, ætla í sturtu og taka meiri verkjalyf og fara upp í Höll. Krakkarnir eru reyndar að standa sig eins og hetjur og það er allt á áætlun en oj hvað það er óþægilegt að liggja heima þegar allt er á fullu. Vona að þetta versni ekki úr þessu, mig langar að njóta kvöldsins.

4 Comments:

Blogger elfa said...

:*

7:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

pylsan í rúlluendanum.. ég elska Rönnu:)

6:25 e.h.  
Blogger kristin said...

Knús Elfa.

Haugsi rúlar!

11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]create an invoice[/url] software, inventory software and billing software to design gifted invoices in minute while tracking your customers.

10:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home