15.11.06

Við búum á jaðri þess óbyggilega.

Frost og snjór og blautar tær og næðingur í hálsakot gerir lífið afar erfitt núna. Mig langar mest að skæla eins og lítið barn, kúra uppi í rúmi og leggjast í hlýjan og notalegan dvala. Ah... sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Norðangarrinn næðir á gluggunum, en það skiptir engu því að hnausþykk sængin í brakandi hreinu rúmfötunum hylur ykkur. Að hjúfra sig saman í ullarsokkum með góða bók. Dæs.

Þessi lýsing samræmist minni tilveru ekkert sérlega vel. Djíslúís, allt í einu er hálfur mánuður í árshátíð. Ha? Hvenær gerist það. Það er samt alveg svakalega gaman, sérstaklega vegna þess að það er allt á blússandi siglingu og þó að það sé í mörg horn að líta gengur allt glimrandi vel. Alþjóðlegur dagur nemenda er á föstudaginn, og þá munu nemendur MA, HA og VMA vekja athygli á stöðu nemenda í íslensku samfélagi. Það er spennandi og vissulega nauðsynlegt að vekja athygli á þessum málaflokki. Þing um lýðræði í skólastarfi á laugardaginn, sem er einnig spennandi. Sufjan Stevens sama kvöld, ji ég hlakka til. Rúsínan í pylsuendanum - mamma var að bjóða mér á Sykurmolana! What the hell? Snilld, hver er með?

Haha það óvæntasta og skemmtilegasta sem gerðist í dag var samt þegar að Halldór Áskell tæklaði mig uppi á sviði, í miðri tilkynningu í frímínútum í dag. Ha?! Haha, þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef verið tækluð, á ævi minni. Pínu fyndið, nei... hellings fyndið.

Arg, ég þarf að gera svo margt og ég er svona semí-manísk. Kemur í staðinn fyrir amfetamínsterana svo það er í lagi.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ó sykur sykur, sykurmoli... sé þig þá annað kvöld!

8:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...mér þykir alveg ótrúlega leiðinlegt að hafa misst af því að sjá Dóra tækla þig upp á sviði

9:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til Erla!

Mér þykir það líka rosalega leiðinlegt, fyrir þína hönd Thea.

2:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...og svo þarf ég ekkert að sofa!! :) Knús í kuldann!

7:09 e.h.  
Blogger Lilý said...

Haha! Ég sé þetta fyrir mér, tækluð uppá sviði. Hljómar eins og eitthvað sem Halldór Áskell fyndi sér til dundurs. Verð að vera leið eins og Thea yfir missi augna minna. Bölvað. Talandi um missi. I miss MA. Miss miss.. missí. Miss inspectix, gangi þér vel með árshátíðina. Sem og allt annað.

8:41 e.h.  
Blogger Viktoría said...

ég vissi að þú notaðir stera.
amfetamínstera.. jih...!!!

7:03 e.h.  
Blogger Nína said...

Sterafélagi ;) Alltaf gaman að sjá þig. Takk fyrir helgina sætasmúss.

4:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home