3.10.06

Tilgangsleysið er algjört, en samt ekkert. Breytnin skiptir svo miklu máli, en í raun engu. Hvað á þá að gera, við hvað á að miða?

Það sem er vont er svo gott.

Hverjum á að þóknast nema sjálfum sér? Hvernig þóknast maður sjálfum sér og hvað er manni í hag? Fæða heilans, líkamans, andans - allt rennur þetta saman. (Það sem er gott er samt svo vont!) Viðmið og gildi, og ha? Eru ekki allir á sama máli? Allt í einu meikar félagsfræði 103 sens.

Ör, ör, ör. Stóra orðabókin hefur þetta að segja um orðið ör: (Lesist hratt, hugsast hratt).

Leggja ör á streng, skjóta örinni að óvininum, örin þýtur fram hjá, örin hæfir skotmarkið, örin missir marks.
Oddhvöss, hvassydd, beitt ör.
Tundurör, eiturör, ástarör, helör, herör.

Ör eftir sárið, áverkann. Það hefur myndast ör.
"Þó undir græðist er örið eftir".

Vera ör í skapi, verða ör af víni, örir skapsmunir, örar tilfinningar, ör vöxtur, ör þróun.

Ég fann lykilorðið.

Ég er samt búin að fá nóg af örum, allskyns.
Breyttur lífsstíll, þrátt fyrir að hann þjóni ekki nokkrum tilgangi.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara að verða eins og Ottó. Þetta var soldið háfleyg færsla. Alltaf stuð að lesa hugsanir þínar:) Mér fannst líka æði að heyra í þér um daginn.. sakna ykkar fíflanna svolítið.

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég aftur... heyrðu geggjaðar myndir af þér á síðunni hans Arnars. Djöfulsins hönk!!

10:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég held þú sért ljóðskáld.
hahha, ég þorði að kommenta;)

9:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jáha..tú ert minn uppáhalds spekingur:) Kem heim eftir tvaer viku og ta verdur feitt knúsad tig og slaufuna!! mun líklegast freistast til ad kíkja upp í kompu..og ta er eins gott ad hrói verdi á ísskápnum:)hlakka til ad sja tig.

1:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ör mör för snör fjör smjör kjör kör. Um stund leið mér eins og í heimspekitíma hjá SÓ milli Ásgeirs og Ara. Ekki amaleg tilfinning það. Og já, myndirnar af þér á síðunni hans Narra eru alveg gordjöss. Klárlega hönk góðan daginn :)

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg hreint meiriháttar ömurlegt.

1:47 f.h.  
Blogger kristin said...

Oh Sigga það var svooo gott að heyra í þér! Djamm um jólin, já ójá. Takk fyrir, sjálf ertu hönk!

Til hamingju með dug, djörfung og þor Gitta.

Æ ég hlakka til Edda!

Haha Hildigunnur mín. Var að hugsa um í dag að mig langaði í latté á Karó með þér...

Erla, nú geri ég ráð fyrir að þú sért að vísa í samtal okkar um tilgangsleysi lífsins. Ég verð að vera algjörlega ósammála þér. Haha. Tilgangsleysið er fínt.

1:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég er ekki komin á það stig held ég. En það stig hljómar vel.

10:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég er ekki komin á það stig held ég. En það stig hljómar vel.

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home