20.8.06

Seinustu nótt eyddi ég á elló í hámenningunni, með Þórbergi Þórðar, Húbbabúbba og krossgátubókinni Ban. Menningarnótt í Reykjavík hvað... Jæja, allt í lagi. Ég viðurkenni að mig dauðlangaði suður, en ég var sett á næturvaktir alla helgina. Ekki minn tebolli svosem, ég verð ringluð í hausnum af þessu. Fer á seinustu næturvaktina í kvöld sem er ánægjuefni. Raunar á ég bara fimm vaktir eftir. Ó, það er svo margt að hlakka til. Freyjulundur á föstudaginn, Borgarnes á sunnudaginn og svo bara Búlgaría skömmu eftir. Allt að skella á.

Eftir fullt af "vökvaðu blómin, gefðu kettinum, mundu að læsa og slökkva ljósin" lögðu mamma og pabbi af stað til Danaveldis á fimmtudaginn. Þar spássera þau með einkasyninum og tengdadótturinni og finna sér líkast til margt til skemmtunar. Mamma heldur svo áfram til Finnlands á miðvikudaginn, þar sem hún ætlar að fara á ráðstefnu. Kannski verða Múmínsnáðinn og draumaprinsinn minn á vegi hennar, hver veit?



Ó Snúður... Hah.

Já, meðan ég man. Ég er að pikka þessa færslu í nýju fínu tölvuna mína! Já, Elfa vildi vera hip og kúl og fá sér Macbook, pff, hver vill svoleiðis. Jæja, mig langar reyndar dálítið í þannig, en þar sem ég er of nísk var eins árs gamli iBookinn hennar Antonsdóttur ákjósanlegur kostur í stöðunni. Nú á ég tvo iBook-a, einn sex ára gamlan, hægan, 12" með skrýtinni lykt og 14" glansandi fína og hraðvirka með engri lykt. Vei! Samt á sú litla alltaf eftir að eiga stað í hjarta mér, þrátt fyrir lyktina, hægvirknina, skítuga lyklaborðið og rispurnar.

Oh, kannski ég fari að vökva þessi 500 blóm eftir þeim nákvæmu leiðbeiningum sem ég fékk við brottför foreldranna. Ég sver að þegar ég flyt í eigin húsnæði mun ég eiga eina orkídeu og ekki eina plöntu til viðbótar!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvað segirðu?
seldi elfa þér tölvuna til að geta keypt sér bókamerki?

9:10 e.h.  
Blogger kristin said...

Uh, hérna hmm...
Æ þegiðu, ég breytti þessu.

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ó blómin....ef þú heldur að 500 sé mikið reyndu þá 1000!!!!Mamma átti blómabúð og við vorum með blómasjúkrahús heima hjá okkur!!!oojjj ég held mig bara við kaktusinn minn sem deyr aldrei (held ég hafi ekki vökvað hann í 2 vikur og hann lifir enn)

12:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahah... selli minn, en macbookinn er enn meira glansandi maður getur alveg speiglað sig, ekki að ég vilji vera að monta mig ;) annars er erfitt að halda orkidíum lifandi þannig að ég mæli með að eiga engin blóm
elfa

11:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður pottþétt með milljón blóm hjá þér...MILLJÓN SEGI ÉG!

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú gætir líka haft gerviblóm, það þarf ekkert að vökva þau... held ég.

4:39 e.h.  
Blogger Nína said...

Fáðu þér bara píanó.

8:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj Ranna, ég fæ gæsahúð.

Elfa montrass, málið er reyndar ekki að ég geti ekki haldið blómum á lífi. Ég er alveg pínu góð í því, þó ég nenni því ekki. Þessvegna held ég að það sé sniðugt að eiga eina orkideu sem ég get einbeitt mér að (afþví mér finnst hún falleg) og þá nenni ég því kannski. Eða þúveist.

Mikið vona ég að þú sért ekki sannspár.

Gerviblóm eru verri heldur en að vökva alvöru Ottó. Þvílíkur hroðbjóður.

8:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég á eitt rómantískt gerviblóm og það er magnað. annars mæli ég ekkert með þessum blómafjanda.
mamma þín er náttúrlega gróðurhús! þú nærð aldrei að vökva öll þessi blóm, elsku kerling :)

9:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home