11.7.06

Við Dagný héldum upp á afmælið okkar hér heima á föstudagskvöldið. Takk allt skemmtilegt fólk fyrir komuna. Takk Kristján Eldjárn, ömurlega leiðinlegi fyrir að tala við alla á msn-inu mínu og segja að ég væri lesbísk. Haha, það var reyndar pínu fyndið.
Laugardagsmorguninn var ekki eins hress og kvöldið áður, þar sem ég vaknaði snemma og gerði tilraun til að laga til. Fór svo í flug um hádegið og þá helltist þynnkan yfir mig. Besta ráðið við henni var að hitta Ara, Ísak, Loga og fleira skemmtilegt fólk á Kaffi Paris og borða feitan brunch. Namm, hann reddaði mér og tveggja og hálfs tíma Hagsmunaráðsfundurinn varð pís of keik. Eða svo gott sem. Ég var sumsagt á aðalfundi HÍF (Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema) og mér líst ofsalega vel á. Það verða reglulegir fundir í vetur og vonandi verður mikið aðhafst. Það er auðvitað pínu vesen að vera á Akureyri, en eitthvað nýtt vídjó-tölvukerfi og samningur við Flugfélag Íslands ættu að geta reddað því að mestu leyti. Ég verð því örugglega reglulegur gestur í borginni í vetur, eða þegar tími gefst til.
Ég flaug svo heim um kvöldið (dálítið of upptekin og mikilvæg til þess að ílengjast í Reykjavík) og fór á rúntinn með Hönnu. Svalar? Þegar ég frétti svo að Hildigunnur væri í bænum varð ekki aftur snúið og ég fór niður í bæ. Það var gaman. Sunnudagurinn var alls ekki góður, á heimilinu ríkir herástand. Þvílíkt rugl, ég held að ráðið við þessu sé að knúsa gamalt fólk og fara til Nínu á fimmtudaginn. Næsti HÍF fundur er nefnilega þá. Þar til næst, ef það verður eitthvað næst; Kristín.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið.
ses

7:06 e.h.  
Blogger elfa said...

mjá... :*

8:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir mig, þetta var reglulega gott kvöld.
hvenær er næsta stelpudjamm?

10:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

við verðum að fara að hittast bráðum og taka gott stjórnarspjall, verðum í bandi;)

6:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jibbí...var ég skemmtilegt fólk?
Ég þarf nefnilega að vita það uppá eitt starf sem ég var að sækja um. Ég þarf líka að vita hvort ég sé með ofnæmi fyrir andlitsmálningu...en ég ætlar nú bara að spyrja læknirinn að því. hehehehehehehehehehehehehehehehehehehehehe
ehehehehehehehe
ehehehehehehehehe
HEH.

11:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home