1.7.06

Það var sérlega gaman í vinnunni í dag.

Kona, komin hátt á tíræðisaldurinn, spurði mig hvort ég hefði eitthvað í fréttum. Ég hugsaði mig um og spurði hvort hún vildi eitthvað frétta af heimsmálunum. Eða innanlandsfréttum kannski, ég gæti sagt henni hvernig Baugsmálið stæði? Hún vildi ekki heyra minnst á "neinn andskotans Baug", bara hvað væri svona helst fréttnæmt í mínu lífi. "Tjah", svaraði ég... "Ég á reyndar afmæli á morgun". "Nú! Og hvað verður þú gömul þá?" Ég svaraði því til að ég yrði háöldruð, eða nítján ára. Gamla fussaði og sveiaði yfir því að ég kallaði það háan aldur. (Nítján ár hljóma reyndar ekki mörg við hliðina á nítíuogsjö). Síðan hugsaði hún sig um í dágóða stund og segir næst: "Þá máttu fara að huga að barneignum". Mér krossbrá og fannst aldeilis ekki kominn tími á að hugsa um svoleiðis lagað. Ég svaraði því til að ég þyrfti nú kannski að huga að því að finna mér mann fyrst. Sú gamla varð þvílíkt hneyksluð á þeirri vanrækslu minni að vera ekki búin að finna mér mann! "Ung stúlka verður að eiga góðan karlmann". "Já" sagði ég, "heldurðu að einhver vilji mig?" Mín þagði dálítið lengi, ég fór að halda að hún væri sofnuð. Svo stundi hún loks upp: "Oooo... ætli það nokkuð".

Mér var bæði hlátur og grátur í huga þegar ég gekk út úr herberginu hennar.

Ég hlæ samt meira, sérstaklega vegna þess að hún kom með svo ansi góða kenningu um trúarlíf Íslendinga. Vá, ég elska elló.

11 Comments:

Blogger elfa said...

ég er á kommentfyllerí meðan heimir og kári eru á alvörufyllerí...

til allra manna: kristín er sæt og góð að innan og ég efast ekki um að hún sé góð undir sænginni líka. hugsið ykkar gang

pís ;)

12:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef aldrei vitað af neinum öðrum en systur minni sem á afmæli 2. júlí.

Til hamingju með daginn!

7:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji en krúttlegast. Fannst henni þú ekki mannvænleg og góð kona?? Pfff...ég pffufffa á það. Dætur Akureyrar eru svo ofboðslega kvenvænlegar og einkar góðir kostir. Stundum get ég ekki hætt að dáðst að stallsystrum mínum, svo flottar og frábærar stelpur.
Langar að vinna á elliheimili.

Lilja

10:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið. gat ekki kommentað í gær af því að það var eitthvað að hægri nöglinni á mér.

2:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hhehe .. margar sögur hef ég nú fengið af elló, en fáar jafn fyndnar og þessi :)
til hamingju með aldurinn gamla!

10:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er ekta elló saga.
gott lúkk á þessari síðu.
ég verð að fara að hitta þig kona!

10:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En fyndin gömul kona....já það er hresst að vinna á elliheimili...been there done that, gamla fólkið er svo yndislegt (nema þegar e-h lemur mann með staf, þar er ekki eins yndislegt).....Við einhleypu eigum bersýnilega bara eftir að pipra því enginn vill okkur...hahaha:D

7:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elfa, that will do it. Takk. Haha.

Takk Erla. Ég veit um einn enn, hann heitir Jón Kristinsson og var níræður núna. Hann sendi rjómatertur upp á allar deildir elliheimilisins í tilefni af því og lét mitt afmæli líta einhvern veginn svo ómerkilega út... Haha, ég er afbrýðisöm út í níræðan mann, skor.

Lilja, pfuffaðu að vild. Ég mæli með elló.

Takk Axel, þú myndir vaða í gegnum eld og brennistein fyrir mig, það er bersýnilegt. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

Takk Heiður :)

Já Dagný, hittast í afmælisteiti? Eyyyyy!

Ranna mín, ég myndi ekkert hafa áhyggjur af því að pipra ef ég væri þú, eftir fótósjútið hans Arnars! ;)Tíhí. Komdí afmælið mitt. Og bara allir, komiði í afmælið mitt. Ok bæ.

11:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði nú verið gott að fá boð í þetta margrómaða ammó.

Kvitt.

Pant.

Til hammó með ammó.

Lovjú.

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði nú verið gott að fá boð í þetta margrómaða ammó.

Kvitt.

Pant.

Til hammó með ammó.

Lovjú.


-Ari

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ródtrip hvað? þú að koma til mín..eða er eitthvað annað í bígerð?

þú ert að koma austur eftir tvær vikur með ottó :) jei! eru fleiri að koma?

2:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home