14.8.06

Nei, ég skæli bara. Ástæðurnar fyrir því eru held ég "of mikil" samfélagsvitund, erfiður vinnudagur og þessitímimánaðarins. Reyndar finnst mér seinasta ástæðan afar leiðinleg og klisjukennd, en af einhverju hljóta þessi ósköp að stafa.

Ég er líklega búin að lesa nægilega mikið um Ísraels-málið eins og það leggur sig og íslenska öfgatrúarmenn í dag. Þessi skammtur ætti að duga mér í einhvern tíma. Ætla allavega að melta hann áður en ég frussa út úr mér alltof miklu í einhverri geðshræringu. Já, það gengur mikið á eins og þið sjáið! Kristín - unga reiða konan.

Tónlistin hans Sufjan Stevens gerir heiminn þó aðeins fallegri að mínu mati. Það er ástæða til að gleðjast yfir því, og enn ríkari ástæða fyrir óstjórnlegri kæti eru þeir tveir miðar sem mamma reddaði fyrir mig og Dagnýju á Sufjan. Vei!

Og svo slíta sig frá fréttavefjum og fara að sofa!
Bless.

9 Comments:

Blogger elfa said...

hadda á hvaða dag keyptuði miða? ég er heimskari en fíblið í einhverri íslandssögu inggjaldsfíflið?? eenníveis keypti miða á vitlausan dag lol lortur eruði nokkuð í stúku á laug?

11:39 e.h.  
Blogger kristin said...

Haha Elfa ég skil ekkert.
En við erum á svölum á laug.

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er reið og bitur yfir að vera ekki að fara á Sufjan.

4:01 e.h.  
Blogger kristin said...

Hvað!?

Er hætt í tísku að kommenta? Kvittið eftir ykkur lufsur.

Ég er samt ekkert brjáluð í alvörunni...

9:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

svo leggur maður frá sér blaðið og hugsar, hvað ég get eiginlega gert?

það er pirrandi

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gay pride

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hlakka til að hitta þig kisi. en plís ekki vera unga reiða konan þá, ég ræð ekki við það í gleðigleðikollinn á mér!

4:18 e.h.  
Blogger kristin said...

Erla, ég væri það líka ef ég kæmist ekki á Sufjan! Feel your pain.

Kristín, hættu að vera svona mikil tík. Gosh.

Já Tryggvi, það verður stundum óbærilegt.

Þetta er klárt lið Axel.

Sjálf geturðu verið kisi Gitta, glaður kisi! Engar áhyggjur, skal ekkert tjá mig um neitt neikvætt þegar ég kem til þín!

9:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! Dryer ink stain removal pohanka isuzu Cibavision aosept contact lens solution isuzu amigo Enya celts dk business credit cards Oregon boutique hotels liquid shine car wax http://www.chevrolet-dealerships.info/isuzu_parts_fiche.html door escalade lamborghini picture alfa romeo giulietta ti parts ambien 10 mgs Ultracet oxycontin President's cabinet members Bmw 325 titd Bathroom bathtubs sinks toilets bathroom accessories 3 5 harddrive arthritis pain relief knee pain relief liquid glucosamine Garden room area rugs hot import model 1987 isuzu pup

9:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home