3.8.06

Verslunarmannahelgin er ekki uppáhalds tími ársins hjá mér. Ég er á morgunvöktum alla helgina og syrgi það satt best að segja ekki mikið. Ég hefði reyndar verið meira en til í að skreppa í Ásbyrgi, en Sjalladjamm í bænum heillar mig ekki. Oh, ekki heldur fullt af krökkum með loðna, skærlita hatta og sjálflýsandi armbönd, snuð og hálsmen. Pleh.

Seinasta helgi var æði. Byrjaði í Öxnadal í pikknikk stemningu og Sigurrósartónleikum, ótrúlega kósý og gaman. Morguninn eftir tók ferðalagið austur við. Mamma og pabbi lóðsuðu mig til Egilsstaða þar sem Ragga Ýr tók við mér og saman héldum við til Borgarfjarðar. Borgarfjörður Eystri er fallegur og furðulegur staður. Það var gaman að rölta þar um og éta hundasúrur. Ég mæli líka með því að ganga austast í bæinn, finna litla, krúttlega, gula húsið og fylgjast með gamla kallinum kasta netakúlu fyrir terrier hundinn. Pínu eins og hundakeila.

Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir, ég var eiginlega bara í eigin heimi. Sem betur fer, því þegar ég rankaði við mér varð ég vör við ótrúlega mikið skvaldur, ef skvaldur skyldi kalla. Fólk var eiginlega bara í hrókasamræðum svona hér og þar. Þetta var nú reyndar meira áberandi meðan Emiliana var að spila, enda hennar tónlist lágstemmdari. Það hlýtur að teljast sérstakt þegar performerinn á tónleikum þarf að biðja fólk um að þegja. Vei þeim sem að komu í Bræðsluna með því hugarfari að þetta væri ball á útihátíð Austfirðinga! Eftir ofsalega skrýtna samkomu í félagsheimili Borgfirðinga, þar sem trúbadorar byrjuðu að spila lög á við "Rangur maður" (svo tók DJ við), svaf ég sætt í tjaldinu hennar Röggu. Við vorum agalega hressar þegar við vöknuðum eldsnemma morguninn eftir.

Eftir hressandi kókópöffsskammt í Breiðavaði og sturtu fór ég með foreldrum mínum í Végarð, félagsheimilið í Fljótsdal sem Landsvirkjun er með í leigu. Þar fræddist ég um Kárahnjúkavirkjun, stíflustærð, borgerðir og afföll. Hresst. Eftir fróðleikinn var kominn tími til að sjá landið sjálft, enda ekki seinna vænna. Það var þungskýjað og grátt veður þegar við keyrðum upp fjallveginn og þegar ég steig út úr bílnum og stóð fyrir framan stífluna fór ég að raula LOTR tónlistina og leið eins og ég væri komin til Mordor. Hah, þetta er svo ótrúlega rugl stórt! Við keyrðum aðeins um svæðið og skoðuðum m.a. Jökusá á Brú, en hún mun minnka um 75% við framkvæmdina, það verður bara einhver spræna eftir. Synd, synd og skammsýni.

Annars er nóg að gera, elló smelló, samningarnir eru allir að koma og þarf að skrifa skýrslur um hitt og þetta. Ég er líka að hafa samband við mögulega heiðursgesti, hljómsveit og DJ fyrir árshátíðina. Spennandi, ójá.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er líf þitt spennandi og atburðamikið. Í alvöru.

10:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hress Kristín. Er ekki alveg málið að smella sér með rauðan varalit og langan capri á Karó laugardagskvöldið 12. ágúst? Hmm? Ég fer bara að skæla ef ég hitti þig ekki og nokkra góða áður en ég flýg burt.

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði viljað fara austur. Dæææs.

4:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, Erla ég hló þegar ég sá þessa athugasemd. Svo brast ég í grát. Nei, ok, ekki alveg.

Hilda, ég er að skoða dagbókina mína í þessum skrifuðu orðum og tek eftir því að laugardagskvöldið hentar einstaklega vel fyrir Karókvöld og rauðan varalit. Um capri-inn ætla ég ekki að tjá mig að svo stöddu. Þú átt bókaðan tíma!

Stefán, ég hefði viljað að þú hefðir farið austur. Hefði alveg glöð skipt þér út fyrir einn dónalegan austfirðing með bling í eyranu... Eða annars...

11:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kristín, ég elllshka þig. Spurning um Gittu Jóa memm?

2:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! Farm bureau insurance jack west Cancer myths Health cowboy coverage medical insurance goldwing gl1100 radio intercom headsets Ping golf club irons Infocus projectors is related Native internet marketing Hiking trails napa california antidepressants in pregnancy Where to buy vitamin d 800 Decoro leather sofas mp3 player revies teens and antidepressants and suicide antidepressants and the pill acupuncture botox

3:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pinn hoppi Pinn unsa braoa-okkur vilja til stra. Pu ert rettlatur tilvera algerlega fulkominn. eg er mariah carey pu pu varulfur preyttur. timi til hatta og neyoa the barmur. Peir segja Pu geta ekki segja neitun til utihljomle i kar-a nu pu dont veroa ao reyna svo harour. the merki Pu gera ekki veroa ao vera i agaetur fot. Pess tim i til taka a kula bao. hae! hey! litill barn brjota niour. hnappur upp barn Pu hafa koma ogerour. Hae! hey litill barn brjota niour yfigefa matbord aour Pu bytls og meioa einhver. Pu Pu porf naeoi.brotinn gler...als staor. ef til vill Pu Porf oakveoinn greinir i enshu emo drengur.

8:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home