16.10.06

Óvissan er eitt það alversta sem ég get ímyndað mér.

Þess vegna er svo gott að geta stigið upp úr einum polli óvissunnar og vita loksins eitthvað í sinn haus. Það er gott að hafa eitthvað ákveðið til að stefna að, einn punkt - í staðinn fyrir allan sjóndeildarhringinn.

Um leið og það er búið að ákveða eitthvað mikilvægt vakna efasemdirnar, og þær eru næstum því meira nístandi heldur en óvissan. Þær liggja þó ekki jafn þungt á manni, allt í einu getur maður andað djúpt og er næstum því almennileg manneskja.

Pínu fullorðins líka, háskóli er fullorðins.

11 Comments:

Blogger Nína said...

Glam dayz my friend.

10:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hvað ætlaru að læra í háskólanum? Ef ég skil þetta rétt það er.

10:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ójá Nína mín, glam days...

Búmmbúmm Erla. Ég ætla í heimspeki við HÍ.

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hammó með að hafa vitund um hvað þér skulið gera eftir framhaldsskóla!

11:26 f.h.  
Blogger Hildigunnur said...

Gott plan! :) Þá getum við sko leikið!

4:31 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

vei! þú yrðir kærkominn reykvíkingur... annars kem ég kannski til agureyrar áðuren langt um líður

8:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nezilegt

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heimsyfirráð? ha? þú og ég?

2:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk Ragnhildur.

Já, við leikum okkur næsta vetur Hilda!

Það er ávallt gott að vera kærkomin. Sjáumst í kvöld.

Ég skil ekki athugasemdina Birkir. Engu að síður skemmtilegt að fá athugasemd.

Gitta, ég læt þig um heimsyfirráðin - en Ísland er mitt!

8:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

stundum elska ég óvissu, en ég skil að þér þyki gott að losna við háskólaóvissuna. og ég skildi commentið hans birkis. hamingju ég.

10:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil ekki að þú hafir skilið kommentið hans Birkis. En óvissa um framtíðina... oj. Það eina sem ég hugsa um þessa dagana.

1:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home