9.10.06

Akkúrat núna líður mér eins og ég búi á Akureyri.

Akureyri eins og hún í rauninni er, horfi maður afstætt á hlutina - pínulítið sjávarþorp á hjara veraldar. Þar sem haustið er blautt og kalt og veturinn enn kaldari. Það líður ekki á löngu þar til það verður dimmt meirihluta dags og það verður erfiðara en orðum tjáir að nefna að drulla sér fram úr á morgnana. Ekkert brýtur upp rútínuna, hún festir sig bara í sessi. Sömu sálirnar ráfa um bæinn, misjafnlega skammdegisþunglyndar eða skrýtnar. Sama fólkið rífst, hlær saman, fer í sleik, drekkur, ríður, slæst, spjallar og skemmtir sér helgi eftir helgi, svo úr verður flókið mynstur. Öllum er samt sama þegar liðið er á vikuna.

Hinsvegar er ég vetrarrómantíker í mér. Líka smábæjarrómantíker. Svo þetta ætti að reddast, ef ég reyni að halda mér nokkurnveginn fyrir utan fyrrnefnt mynstur og hlæja góðlátlega að geðveilu sálunum, því nei ónei, ekki er ég eins og þær. Rútínuna má brjóta upp með því að hella sér í félagsstörf - svo góð geðhjálp. Fyrir vetrarrómantíker má snúa skammdeginu yfir í gleði yfir að klæða sig í ullarsokka, fara á fjöll, ganga um hvítar götur með iPodinn og hlusta á alla angurværu tónlistina í heiminum, drekka óhóflegt magn af tei, gleðjast endalaust yfir ótrúlegri fegurð norðurljósanna, kúra undir þykkri sæng, lesa og borða engiferkökur.

(Þrátt fyrir allt bjartsýnishjal - einn vetur enn. Svo er ég þotin).

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

aeji tu ert svo falleg...og falleg sál:)

6:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sama fólkið hlær, rífst, fer í sleik, drekkur........

þetta er svo góður punktur um þunga íslendinga, vetrartíðin.

9:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðan eftir nokkur ár á maður eftir að hugsa; Djöfull var veturinn 2006 - 2007 skemmtilegur.

11:06 f.h.  
Blogger elfa said...

æi maður heyrir að það sé kominn snjór hjá ykkur, ég þoli ekki snjó en ég sakna akureyrar... sakna nákvæmlega því sem þú varst að lýsa.. samt bara búin að vera burtu í ca 6 vetrar mánuði, ég ætla að koma í heimsókn í nóvember og fara í marga labbitúra útí búð í snjókomu... það er ekkert spennandi við að fara í göngutúr í reykjavík og enginn virðist gera það, allavegana ekki ég. vá hvað ég sakna akueyrar og ykkar allra núna

11:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég hata Akureyri innilega. OG það braust einhver inní verslunina Síðu í gær. Fokkers!

2:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kristín, þú ert svo rjómó, ég fer hjá mér við að lesa þetta. Næstum eins og Svartar fjaðrir hérna í gamla daga. Ég sakna Akureyrar gríðarlega (þó það sé yndislegt að fara út að labba hérna núna í sólskininu og fá freknur). Knús og koss ogégveitekkihvaðoghvað!

3:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, takk fyrir Edda mín og sömuleiðis. Oj hvað þessi færsla er samt ekki að sýna fram á einhverja fegurð sálar minnar...

Satt Þórgnýr.

Já, örugglega rétt hjá þér Erla. Enda ætla ég að gera þetta að skemmtilegum vetri.

Æi Elfa ég sakna þín eins og þú saknar Akureyrar.

Oj, hver brýst í Síðu?

Sama til þín Hildigunnur, knús og kram og sakn.

5:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér hlýnaði aðeins að innan við að lesa þetta. þú minntir mig á að njóta hlutanna á meðan ég hef þá, takk fyrir það!

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

var að hlusta á evu cassidy þegar ég las þetta og fann hvað ég er heppin með hvað mér líður vel að vera á akureyri. þú ert yndisleg. takk fyrir gærkvöldið.

11:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home