2.11.06



"Í bókunum eftir Tove Janson um múmínálfana gætir margra kynlegra kvista. Í Múmíndal er lífið yfirleitt frekar einfalt, þó að ýmislegt óvænt geti komið upp á. Bækurnar og þættirnir snúast um Múmínsnáðann, fjölskyldu hans, vini og stundum skuggalegri persónur. Einn karakterinn er einskonar gamall frændi, og heitir Hemúllinn. Ef að ég væri sálfræðingur í Múmíndal þá a) liti ég líklega út eins og Fillifjónkan og b) tæki ég því fagnandi ef að Hemúllinn vildi leggjast á bekkinn hjá mér. Eftir að hafa spjallað við Hemúlinn myndi ég líklega greina hann með ofsóknarkennd. Ég held að það væri heldur ekki galin hugmynd að greina hann með ofuruppburðarleysi og auk þess er hann, að mínu mati, með snertu af áráttu- og þráhyggjuhegðun".

Röð óskiljanlegra atburða varð til þess að ofanritaður texti er byrjunin á 10% sálfræðiverkefni. Ha? Ég skil náttúrulega ekkert þessa stundina. Það er þó alltaf gaman að grufla í múmínálfakarakterum, og ég er að hugsa um að kryfja Hemúlinn í kjölinn í nótt.

Það er ekki laust við að árshátíðarstress sé að magnast upp. Allt heila klabbið var upplýst í dag, og var það vel. Jagúar mun spila fyrir dansi, Þuríður og hásetarnir grípa svo að sjálfsögðu í nikkurnar í hléi. Uppi verða DJ Gísli Galdur og DJ B-Ruff. Heiðursgestur er Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Fer suður á morgun með Gittu. Þar er ætlunin að slaka á í Borgarnesi og gista eina nótt, og halda svo í borgina. Bíða mín þar þrír fundir, menntamálaráðuneytið, HÍF og svo MR-MA fundur. Sófinn í Njálsgötunni fær nú líklega að finna fyrir því. Ef ykkur langar að hitta mig meðan ég er í borginni skuluð þið hringja, fyrir alla muni. Ég sný heim á leið á laugardeginum einhvern tíman.

Tilhlökkun, spenningur, ógleði, svitaköst, svefnleysi, samviskubit yfir að vera að blogga, þreyta eftir næstum sex tíma fundarhöld í dag, leiði á íslensku samfélagi... Það gengur margt á í litlu höfði. Samt alveg ótrúlega gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er að gera eitthvað jafngáfulegt og að sálgreina Hemúlinn.

10 Comments:

Blogger Erla Elíasdóttir said...

úhíjá pant hringja!

5:21 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

og vissirðu að morrinn ku vera kvenkyns persóna á sænsku? ætti að vera efniviður í freudisma

6:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha já hringdu endilega. Rauðvín og spjall um lífið? Og já, ég vissi þetta um Morrann! Hitti útgefanda Múmínálfanna á Íslandi í sumar og spurði hann út í þetta. Hann þýddi nöfnin á persónunum á íslensku og fannst þetta víst bara passa betur...

8:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oj ég fékk hroll vegna þess að þið eruð að tala um morrann!

en ég ætlaði að kommenta eitthvað en ég man það ekki núna vegna þess að ég byrjaði að hugsa um morrann..

9:32 f.h.  
Blogger Hildigunnur said...

Ég vona að Morrinn eigi sér enga mannlega fyrirmynd - aumingja sú! Ætli hún kaupi líka föt í Ægi?
Og mér líst vel á þessa sálfræðiritgerð, reyndar líst mér enn betur á JAGÚAR á árshátíðinni, vá hvað mig langar að vera memm! (Þó svo aðalástæða þess sé vissulega Sigmundur Ernir... en ok.) Knús.

2:49 f.h.  
Blogger Tóta said...

Ég var einmitt ad horfa á Múmínálfana og hattífattana í lestinni á leidinni til Køben á midvikudagskvøldid. Fólk horfdi eitthvad undarlega á mig! Svo mér lýst einstaklega vel á sálfrædiritgerdina. Tad væri hægt ad skrifa langa bók um tessar persónur. Gangi tér vel í árshátídarstressinu. Ég vildi óska tess ad ég gæti komid á árshátídina. Góda skemmtun í Reykjavík skvísa...kram

1:43 e.h.  
Blogger Helga said...

Fillifjonkan er natturulega einhver mest existential persona sogunnar. Eda nei biddu, hun fer lengra, hun er faranlega apokaliptisk.
Erla, ef thu lest thetta, Johann Alfred og Fillifjonkan = thust heitt par, ja.

8:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hemúllinn, hvernig datt þér þetta í hug!!!hehe En það er mjög fyndið að sálgreina Hemúlinn;) Annars er ég líka skíthrædd við Morrann, e-ð sem fylgir manni frá barnæsku...Svo er það bara árshátíðin á fullu eftir fríið...svona spennings, stress, tilhlökkunar tilfinningar í blandi;) Þetta verður stuð!

1:42 f.h.  
Blogger kristin said...

Hugsaðu bara um Morrann að reyna við Múmínsnáðann Ragga...

Haha Seglagerðin Ægir! Það væri unun að fá að hafa þig á árshátíðinni litla... Kannski ég flörti við Sigmund fyrir þig? Nei alveg rétt, ég kann ekki að daðra... Gleymdi því.

Æi takk Þórný mín, það er náttúrulega synd að þú komist ekki... Skrýtið að fólk hafi horft furðulega á þig :)

Ó Helga. Þar er ég sammála þér, þ.e. um Fillifjónkuna, Jóhann Alfreð þekki ég ekki.

Púff stuð já Ranna mín! Það er svona að vera í tíma og vita ekkert og taka skyndiákvarðanir í sykusjokki...

9:15 e.h.  
Blogger Helga said...

http://myspace.com/johannalfred

Celtic cross og sjalfsmordshosslid. thu hlytur ad muna :)

1:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home