29.11.06

Ég hafði hugsað mér að skrifa langan pistil um keppnina á föstudaginn. Ég er hinsvegar að reyna að kúpla mig út úr þessu og einbeita mér að komandi árshátíð. Það eina sem ég vil segja er að ég er stolt af menntskælingum og framkoma Verzlinga á föstudaginn var í stíl við samskiptahætti þeirra fram að keppninni.

Við fáum Höllina í kvöld og núna er lognið á undan storminum. Við í stjórninni erum að brasa við að undirbúa allt sem best, svo að þetta gangi nú smurt næstu tvo daga. Ég sé ekki að það sé ástæða til annars, við erum á ótrúlega góðu róli og ég er að vinna með snillingum. Ég hlakka svo til á föstudaginn!

Ég ætla að fara að vinna, enda á mynd af uppáhalds fólkinu mínu.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh.. knús :*

12:14 e.h.  
Blogger elfa said...

ohh ég finn fyrir smá grænni öfund innra með mér. svindl. bókhald, jess!

2:26 e.h.  
Blogger Tóta said...

æji hvad ég er sammála Elfu, ég er svo abbó! Gangi ykkur vel í undirbúningnum, tetta á eftir ad vera svo flott hjá ykkur. Vonandi getidi notid hennar án stress! hehe ég man svo hvad hjartad hamadist í fyrra í hvert skipti sem tad ískradi í míkrófónunum og ad ég var alltaf ad kíkja á klukkuna til ad sjá hvort tímaplanid stædist! Tad er heitasta ósk mín í augnablikinu ad koma á árshátídina! Ég verd med í anda;) Knús

6:18 e.h.  
Blogger kristin said...

Haha knús Röggukorn.

Oj, bókhald. Hefðirðu þá ekki frekar verið að skipuleggja miðasölu á árshátíðina? Hehe.

Það hefði verið svo gaman að hafa þig Þórný, þín var sárt saknað. Sem og Eddu og Júlla. Knús.

11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home