24.11.06

Morfís keppnin milli MA og VÍ fer fram í Kvosinni í kvöld. Mikið hlakka ég til að sjá krakkana mæla gegn Satan uppi á sviði og láta Verzlinga finna fyrir því.

Vinnubrögð Verzlinga hefði ég aldrei getað ímyndað mér áður en undirbúningurinn hófst. Hótanir, frekja, malarhroki, klíkuskapur og fleiri verri hlutir sem óþarft er að telja upp á opinberri síðu sem þessari.

Menntskælingar hafa þó staðið keikir og ekki látið kúga sig. Við höfum reynt að leysa málin skynsamlega og af sanngirni, annað en borgarbörnin. Ég er búin að fá alveg nóg af þessum samskiptum sem hafa einkennst af blekkingum, hótunum, leynifundum, leiðinlegum símtölum og gervihaglabyssum. Það verður gott að fá ráðrúm til að undirbúa árshátíðina um helgina þegar keppninni er lokið.

Hasta La Victoria MA!

2 Comments:

Blogger elfa said...

heimaleikfimer heilsubót hressir mann upp og gerir mann stífann... hvort sem er undir gras eða grjót eldhúsborð ... stóll eða dívan ... heeeiiiima heeeeeimaleikfimi !!! ég vona að ég heyri grátstunur hér hinum megin við götuna á eftir...

áfram ma!! dunndunndudnnddndnd

er þetta kannski of mikill áhugi og æsingur?

7:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hissa á að þú hafir ekki skrifað eitt stykki pistil um þessa rómuðu keppni á föstudag!
En...það hlýtur að koma í næsta bloggi...
Sjáumst!

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home