10.12.06

Ég skal líka taka það fram, hélt Kleanþes áfram, að trúarlega röksemdin styrkist fremur en veikist af efahyggjunni, sem þú hefur svo miklar mætur á, og verður fastari í sessi og óumdeildari. Að girða fyrir röksemdir eða rökleiðslu að öllu tæi er annaðhvort látalæti eða vitfirring. Yfirlýst hlutverk allra skynsamra efamanna er einungis að vísa á bug torráðnum, langsóttum og hárfínum rökfærslum; að halda fast við hyggjuvit og umbúðalausar eðlishvatir, en veita samþykki sitt, hvar sem rök reynast svo máttug, að þeir geta ekki vikizt undan þeim nema með því að ganga fram af sér. Nú eru rökin fyrir náttúrlegum trúarbrögðum greinilega af þessu tæi, og ekkert getur vísað þeim á bug nema rangsnúnasta og þverúðarfyllsta frumspeki.

Hume á hug minn allan þessa dagana. Enda kominn tími til.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

http://www.vantru.is/images/olioghume.jpg

7:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, flottur Óli :)

9:12 e.h.  
Blogger Nína said...

Eh ég verð eiginlega að vera ósammála því. Mér finnst meira kominn tími á Chardonnay og smákökuát og góða chick flick og bleikar náttbuxur og eftir það fara út í sparifötunum og láta eins og vitleysingur. Sé þig vonandi í janúar þá :)

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skildi engan veginn þessa færslu:) en ákvað samt að kvitta. Nenniru að skila kveðju til Unnars frá mér, ég fékk svo skemmtilega kveðju frá honum sem mamma færði mér:)

11:55 f.h.  
Blogger elfa said...

sammála nína! partý?

6:51 e.h.  
Blogger kristin said...

Ohh... Nína, þetta hljómar svo vel!

Hehe, ég skal skila kveðju til Unnars þegar ég sé hann næst Sigga mín.

Já Elfa, partý einhvern tíman í náinni framtíð takk!

1:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home