4.3.07

MR-ingar eru svei mér skemmtilegt fólk. Heimsókn þeirra í MA heppnaðist vel og vonandi er búið að endurvekja vinasamband sem var á milli skólanna fyrir nokkrum árum. Vei!

Ég er dauðþreytt eftir þessa helgi, eitthvað einstaklega orkulítil. Pabbi bauð mér á sleða í dag og ég þáði boðið fegins hendi. Að fara á sleða er eins og fimmfaldur spa-tími fyrir vinnufíkil. Ó hvað það er gott að einbeita sér einungis að því á hvaða leið maður er, hvort það séu steinar eða hliðarhalli framundan og heyra ekki neitt nema vélarhljóð. Enginn farsími sem hringir og enginn sem vill tala við mann. Hvað er líka betur til þess fallið að styrkja feðginasamband en að festa sleðana sína? Jah, mér er spurn. Sérstaklega hjá feðginum sem eru ekki alltaf sammála og eiga það til að flækja samskiptin sín á milli. Þá er stórgott að hafa bara eitt markmið, að losa báða sleðana með samstilltu, erfiðu átaki. (Bakið á mér er búið að vera en mér líður samt vel).

Elsku Ottó reyndist ekki bara vera með hálsbólgu. Hann er með einkirningasótt sem er stundum nefnd kossaveikin. Einkennin eru m.a. hiti, bólginn og sár háls, stækkun í eitlum og bólgur í milta og lifur. Jammíjamm. Fróðir menn segja einnig að maður geti verið heillengi að ná sér upp úr þessum fjanda.

Eins mikið og ég vorkenni Ottó get ég ekki annað en hugsað um eigin heilsu. Eins og áður segir er einkirningasótt kölluð kossaveikin. Nú er staðreyndin sú að ég hef knúsað Ottó einu sinni eða tvisvar seinustu 6 vikurnar og er ekki með sterkasta ónæmiskerfi í heimi. Úff, nú er bara að bíða og vona. Ég er að skipuleggja næstu vikur eins og ég eigi von á því að falla frá. Sniðug.

Hérna, hver sagði að lífsleikni væri sniðugt fag..?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ég!

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var ég...

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hættu að kyssa þetta þarna...! annars fannst mér þetta krúttleg ferð hjá föður þínum og þér..enda ostur og annað slíkt sem hefur verð mikið ágreiningsmál hjá ykkur.

4:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kerlan. En eitt er víst að ég á stærstan hluta velgengni minnar í lífinu að þakka þeim lífsleikniáföngum sem ég tók í skóla. Er það einhver spurning eða?

7:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home