18.3.07

Það eru nokkrir hlutir sem að halda mér á floti þessa dagana. Ólíkir hlutir og skulu þeir nú taldir upp í stafrófsröð:

Bertrand Russell.

Einhver gaur sem að lítur út eins og Bert Ljung.

Elliheimilið, en þar hyggst ég starfa í sumar og fram á veturinn ef að ég verð ráðin.

Framtíðarplön. Lonelyplanet.com er uppáhalds síðan mín þessa dagana.

Mamma

Nýja rúmið mitt. Ó en sú sæla... Tempur hlýtur að vera besta uppfinning síðari tíma.

Osló. Þangað fer ég í fjóra daga í byrjun páskafrís. Að gera hvað veit ég ekki en ég hlakka samt til.

Sannir vinir. Svona vinir sem að maður þarf ekki að eiga á hættu að stingi mann í bakið þegar síst skyldi, þurfa ekki alveg stöðuga ummönnun og skilja það að maður hafi ekki alltaf tíma til að rækta vinskapinn. Eins sorglegt og það nú er, útaf fyrir sig. Vinir sem maður vill eiga alltaf. Þessi lýsing á við þónokkra, heppin ég.

Útskriftin nálgast óðum... Þá verður hopp og hí og gaman að lifa.

Að lokum:

The good life, as I conceive it, is a happy life. I do not mean that if you are good you will be happy - I mean that if you are happy you will be good. - Bertrand Russell

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk elskan.
Mamma

1:20 e.h.  
Blogger RaggaÝr said...

ég vildi að mamma mín kommentaði á síðuna mína.

12:48 e.h.  
Blogger elfa said...

þetta með bert er nú bara nokkuð satt :Þ ef ég er að skilja rétt híhí

12:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ragga má fá mömmu mína lánaða. Annars bara kvitt fyrir komuna, ljúfan.

9:52 e.h.  
Blogger elfa said...

ég fann svo sæta mynd af þér í gær... kannski að ég sendi þér hana. hún er full gleði og smitar mann

11:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home