Satans tuðruspark
Ég man þá tíð þegar þeir sem hafa áhuga á iðju þeirri er nefnist fótbolti gátu keypt sér áskrift af útsendingu slíkra leikja. Ég man þá tíð þegar fréttirnar voru á réttum tíma.
Ég man þá tíð þegar maður slapp nokkuð vel við að borga afnotagjald af svo einskisnýtu og óáhugaverðu sjónvarpsefni.
Nú er sú tíð runnin upp að brotið er á afnotagjaldsgreiðendum með því að einskorða allt sjónvarpsefni við ákveðinn markhóp. Sjónvarp allra landsmanna - rass.
Það sem verra er að nú er þessi satans íþrótt farin að dreifa sér á nær allar stöðvar, innan skamms byrjar Skjár 1 að myndvarpa ensku tuðrunni.
Hvernig væri að ein sjónvarpsstöð sæji um allar slíkar útsendingar og yrði þá öflug stöð fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á 22 sveitta karlmenn elta einn skitinn bolta í nokkurn tíma á óguðlegum launum?
Ykkur finnst þetta kannski eigingjörn færsla antisportista en hey, ég er að hugsa um velferð sjónvarpskartaflanna! Ef að allir leikirnir væru á einni stöð myndu þær spara sér mikla fyrirhöfn með því að þurfa ekki að hreyfa fingurinn á fjarstýringunni öllum stundum.
Ég man þá tíð þegar þeir sem hafa áhuga á iðju þeirri er nefnist fótbolti gátu keypt sér áskrift af útsendingu slíkra leikja. Ég man þá tíð þegar fréttirnar voru á réttum tíma.
Ég man þá tíð þegar maður slapp nokkuð vel við að borga afnotagjald af svo einskisnýtu og óáhugaverðu sjónvarpsefni.
Nú er sú tíð runnin upp að brotið er á afnotagjaldsgreiðendum með því að einskorða allt sjónvarpsefni við ákveðinn markhóp. Sjónvarp allra landsmanna - rass.
Það sem verra er að nú er þessi satans íþrótt farin að dreifa sér á nær allar stöðvar, innan skamms byrjar Skjár 1 að myndvarpa ensku tuðrunni.
Hvernig væri að ein sjónvarpsstöð sæji um allar slíkar útsendingar og yrði þá öflug stöð fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á 22 sveitta karlmenn elta einn skitinn bolta í nokkurn tíma á óguðlegum launum?
Ykkur finnst þetta kannski eigingjörn færsla antisportista en hey, ég er að hugsa um velferð sjónvarpskartaflanna! Ef að allir leikirnir væru á einni stöð myndu þær spara sér mikla fyrirhöfn með því að þurfa ekki að hreyfa fingurinn á fjarstýringunni öllum stundum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home