2.11.07

Ah ég er svo södd. Svona þægilega södd samt, var nefnilega að koma af Friðriki V. Mamma og pabbi buðu út að borða í tilefni af tvítugsafmæli mínu. Glöggir lesendur átta sig kannski á því að ég á afmæli 2. júlí, en þetta fórst einhvern veginn alltaf fyrir. Þetta var líka mjög kósý því að nú gátu bæði Ottó og Axel komið með og það er líka gaman að láta skála fyrir sér fjórum mánuðum eftir afmælið manns, kemst nálægt því að eiga afmæli tvisvar á árinu.

Þvílík sæla. Forrétturinn minn samanstóð af ýmsu eyfirsku góðgæti; grafin gæsabringa, reikt bleykja, tættur gæsavöðvi, hráskinka, salami, hreindýrapaté á rúgbrauði, reykt gæsabringa og mysuostur - rússíbani fyrir bragðlaukana. Eftir hressandi ávaxtasorbe (til að hreinsa bragðlaukana þið skiljið) tók við léttsteiktur hreindýravöðvi með súkkulaðisósu og geggjuðu meðlæti. Þvínæst var það latté og konfekt og að lokum súkkulaðieftirréttur; súkkulaðifrauð, súkkulaðimús, súkkulaðite og súkkulaðiís með jarðaberjum. Maður gæti vanist þessu.

Það var eitthvað jólalegt við að sitja inni í þessu fallega húsi í sparifötunum, með góða matinn og horfa á snjókomuna í Gilinu. Annars er ég búin að vera í jólastuði undanfarna daga, gerði meira að segja eitt jólakort í dag!

Jæja, sælan er búin í bili. Ætla að laga til fyrir svefninn, vona að þið hafið notið þessa áhugaverða montpistils. „Ég fékk gott í matinn, nanananana...“

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ha, hvað er að gerast hér. Ég er ekki búin að vera dugleg að fylgjast með þar sem þú bloggar eiginlega aldrei en nú kem ég inn og þá eru bara þrjár nýjar færslur sem ég hef ekki lesið!! Þannig að ég þarf að kommenta á ansi mikið.

1. HAHAHA!! hvað ég er fyndin. Langaði bara að sannfæra fleiri en auðtrúa vitleysinginn hann Bjartmar að þú værir ólétt. Það tókst, svo stig í kladdann fyrir mig:)

2. Verði þér að góðu ísinn:) Takk fyrir skemmtilegt spjall.

3. Kom tuðið þér loksins áfram... matur á Friðriki v. Bið að heilsa liðinu, allra mest mömmu þinni sem er án efa krúttlegust:)

2:04 e.h.  
Blogger Unknown said...

Þess má til gamans geta að tilefni máltíðarinnar var ég.

9:28 e.h.  
Blogger RaggaÝr said...

loksins var farið í þessa máltíð á friðrik V, þú búin að tala um þetta síðan í júlí:D

en mér finnst langt síðan ég heyrði í þér. ertu alltaf að vinna?

hlakka til 30 nóv.. þú verður að vera tilbúin með eitthvað fyrir okkur að gera því við verðum þarna heila helgi!

bið að heilsa heim til þín:D

2:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kallaðu mig Tætta vöðvan

6:28 e.h.  
Blogger Arna Mekkín said...

ég varð svöng af því að lesa þetta blogg! :)
ákvað að kasta á þig kveðju því það er orðið svo langt síðan! :)
smelltu einum á ottó fyrir mig og hann á þig! :)

2:08 e.h.  
Blogger Arna Mekkín said...

þetta var ég, Arna Mekkín,
arna eitt og sér hljómar skringilega!:)

2:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oj þér. ég borða samt slátur. það var gott.. til hamingju með afmælið, aftur sæta!

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einn tveir og svarkomment!

Sigga: Þú ert vissulega gríðarlega fyndin, enda hlæ ég sjaldan jafnmikið og í kringum þig. Það er hrós! Takk sömuleiðis fyrir skemmtilegt spjall og krúttlega móðir mín biður að heilsa þér til baka.

Axel Aage: Ég ansa ekki árabátum.

Ragga: Vissulega var kominn tími á ferðina, ég vinn frekar mikið já... Samt búin að heyra allavega tvisvar í þér síðan þú skrifaðir þetta komment, svo feis.

Alltaf Stefán.

Arna Mekkín (því Arna eitt og sér hljómar vissulega skringilega): Takk fyrir innlitið, við Ottó smelltum sitthvorum kossinum hvort á annað (ha?) formlega í þínu nafni, rétt áðan. (Aftur ha?) Það væri nú gaman að rekast á þig við tækifæri!

Takk Arnar sæti. Sætabrauð með glassúr. (Mér finnst slátur gott).

11:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home