11.11.07

Á föstudagskvöldið, eftir vinnu, hringdi ég í bróður minn og bað hann að ná í mig. Mig langaði að fara og fá mér eitthvað að éta. Hann var hinsvegar niðri í kompu að fagna sigri MA í Morfís. Til hamingju MA! Ég fékk að boðflennast og fékk meira að segja pizzu. Takk fyrir mig.

Með þessum formála vil ég koma því að að ég hef ekki tuggið neitt (nema eina brjóstsviðatöflu) síðan ég lagði mér pizzuna til munns. Í fyrrakvöld.

Jebbs - besta helgi lífs míns, fljótandi fæði og skemmtilegheit. Nú er ég svöng og pirruð og máttlaus og óglatt og kalt. Á morgun fer ég í ógeðisspeglun og fæ kæruleysissprautu. Ég kvíði fyrir.

Held ég hafi ekki lyst á neinu næsta sólahringinn, að minnsta kosti. Þvílík synd.


Vælupistill vikunnar kominn á blað, samúð væri vel þegin.

6 Comments:

Blogger Unknown said...

Samúðarkomment :) það er skammt öfganna á milli í færslunum hjá þér, í annarri dásamaru matinn á Friðriki V. og í þeirri næstu færðu ekkert að borða :) hafðu það gott og passaðu "baddnið" okkar Sigga vel :)

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj þér, borðaðu eyrnapinna, þeir eru ekki bara næringarfullir(samt bara ef þeir eru notaðir) og svo bragðast þeir eins og Campari..

11:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ónefndur drengur hringdi einmitt eitthvað í gær á fundi og fékk ekkert svar. Hringdi aftur og þegar svarað var sagði hann, 'hæ, af hverju svaraðirðu ekki áðan?'. Því næst hringdi hann annað símtal. 'Hæ, farðu bara inn. Systir mín er heima, hún segist vera veik.'

12:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hah, takk Magni minn. Ég passa kappann.

Takk fyrir ráðlegginguna Arnar.

Hah Erla - Þegar þetta átti sér stað lá ég uppí rúmi á efri hæðinni, svo lyfjuð að ég komst ekki niður stigann ein. (Nýkomin úr spegluninni). Þessvegna svaraði ég ekki í heimasímann... En já ég sagðist samt bara vera veik. Var það ekkert í alvörunni, bara að pirra bróður minn.

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh litla snúlla. Veit hvernig þér líður - eða leið... En undirbúningurinn er nú verri heldur en þessi blessaða speglun. Stuð að vera á kæruleysislyfjum:) Sammála?

1:19 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

Æi! En samt... veivei og húrra fyrir Kelgu ofurbloggara!!!

5:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home