Prófatíð
Ónei ónei ónei.
Ójú, sama hvað maður mótmælir, prófin eru að nálgast.
Fer suður á morgun í jarðarförina svo ég hef enn minni tíma en ella til að frumlesa nánast allt námsefni annarinnar. Kemur Kristín!
Las alla íþróttafræðina í morgun, það var að sjálfsögðu í fyrsta skipti sem ég opna þá bók í vetur. Eftir það fannst mér í lagi að verðlauna mig með því að glugga í Dóttur beinagræðarans eftir Amy Tan... það glugg endaði með því að ég kláraði 400 blaðsíðna bókina!
Ahhh.. skáldsögubann á Kristínu!!!
Var að glósa málfræðina í þýsku og er búin á því, hef ekkert úthald.
Ætla að raða skóladótinu mínu og sanka að mér glósum, veitir ekki af.
Kökubakstur og herlegheit til heiðurs 4.A í kvöld, ætla að hlusta á White album á meðan... ljúft.
Ónei ónei ónei.
Ójú, sama hvað maður mótmælir, prófin eru að nálgast.
Fer suður á morgun í jarðarförina svo ég hef enn minni tíma en ella til að frumlesa nánast allt námsefni annarinnar. Kemur Kristín!
Las alla íþróttafræðina í morgun, það var að sjálfsögðu í fyrsta skipti sem ég opna þá bók í vetur. Eftir það fannst mér í lagi að verðlauna mig með því að glugga í Dóttur beinagræðarans eftir Amy Tan... það glugg endaði með því að ég kláraði 400 blaðsíðna bókina!
Ahhh.. skáldsögubann á Kristínu!!!
Var að glósa málfræðina í þýsku og er búin á því, hef ekkert úthald.
Ætla að raða skóladótinu mínu og sanka að mér glósum, veitir ekki af.
Kökubakstur og herlegheit til heiðurs 4.A í kvöld, ætla að hlusta á White album á meðan... ljúft.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home