26.5.04

Vor

Það var vor í morgun þegar ég ætlaði að læra undir próf á pallinum og geitungurinn elti mig. Það var vor í dag þegar ég gekk niður í Brynju eftir prófið, í sól og blíðu, hlustandi á Bítlana og tínandi fífla. Það var vor í kvöld þegar ég lá úti á palli í kvöldsólinni og gerði allt annað en að læra...
Prófin þvælast fyrir.

Fjölmiðlafrumvarpið

Þetta frumvarp virðist vera þess megnugt að sundra heimilislífi kjarnafjölskyldu í Huldugili 2. Nýtt herbergi er í vinnslu upp á lofti svo pabbi hafi svefnstað.
Var mér tjáð í dag að koddahjal hans væri á þessa leið: "Hann Davíð er nú eiturklár..."
Nei, þetta er of slæmt, get ekki sagt meira. Að ég sé undan eins miklu íhaldi og pabbi minn er verður að teljast skammarlegt.

Læt ég fylgja vísu sem er alveg hreint mögnuð, hvet ykkur til að lesa.

Hefir álfreks eðli
illgjarn lofna, nafni
jarl es jöfurr varla
júða buðlungs lúði.
Hilmir rann af hólmi
hýrisk fallinn stýrir
veldr ok öllum íhalds
usla, gunga ok drusla.

Umröðun orða:
Illgjarn nafni júða buðlungs hefr álfreks eðli. Jarl es lúði, varla jöfurr
lofna.
Hilmir rann af hólmi, hýrisk fallinn. Íhalds stýrir es gunga ok drusla ok
veldr usla.

Leyst úr kenningum:
Illgjarn nafni konungs gyðinga hefir skítlegt eðli. Jarl er lúði, tæplega
höfðingi manna. Konungur rann af hólmi og hýrist fallinn. Stjórnandi
íhaldsins er gunga og drusla og veldur usla.

Kúkur

Allur bekkurinn veit hvernig meltingu minni er háttað.
Kúkahúmor minn fellur einnig í misjafnan jarðveg.
Vil ég ekki meira um málið segja.
Rass

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home