23.10.04

Það er nóg...

fyrir mömmu að vita að Gitta sé að koma í heimsókn, þá fer hún að baka.
Gitta kom til mín í gærkveldi og áður en ég vissi af var mamma búin að
skella í eplaköku. Sem var ágætt... Hefði samt ekkert verið á móti því að eyða kvöldinu í Hafnarhúsinu að hlusta á Bang Gang, vei ykkur airwaves farar!

Hefur enginn annar...

en ég fundið svona "tilfinningu" þegar hann borðar rjóma?
Svona kitlandi tilfinning í tunguna og góminn þegar þú færð
of stóran skammt af rjóma uppí þig í einu? Svo getur þú ekki talað
í dálitla stund á eftir því það er eins og það séu maurar með njálg í
munninum á þér? Ekki?
Mamma og Gitta könnuðust ekki við þessa tilfinningu í gær þegar
ég reyndi að lýsa henni. Fyndið að komast að því að hlutir sem maður
telur vera eðlilegir frá barnæsku eru það kannski ekkert. En ég auglýsi
eftir fólki sem skilur hvað ég er að tala um.

Annars ætla ég...

að eyða deginum í lærdóm.
Og kannski eitthvað annað.
Ég veit ekkert.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home