29.11.07

...þrek er gull en gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál...

Já Þrek og tár eru málið. Uppáhalds lagið mitt frá því ég man eftir mér, lærði allan textann þegar ég var í sveitinni og söng það fyrir Fressó. Fressó var hugsanlega skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst, 10 kílóa köttur sem amma átti. Ofboðslega geðvondur og alltaf skítugur og með hárlos. Hann var algjörlega sinn eigin herra og það þýddi ekkert að dröslast með hann. Stundum rakst ég á hann dálítið langt frá húsinu hennar ömmu og þá röltum við oft heim saman og ég söng fyrir hann. Ég trúði því að honum þætti það gaman, annars hefði hann líklega ekki nennt að vera með mér.

Allavega, útúrdúr. Ég hafði ekki hlustað á Þrek og tár í nokkur ár fyrr en ég fór á tónleikana hans Megasar á dögunum. Lagið var spilað þegar að fólkið týndist úr Laugardalshöllinni og það greip mig nostalgía. Síðan þá hef ég spilað lagið oft og iðulega, enda er ég jússa og sökker fyrir Hauki Morthens, Ellý Vilhjálms og fleiri góðum.

Æi já, á að vera að læra en held mér ekki ekki við efnið. Próf á mánudag og miðvikudag í alþjóðafræðum. Ég fæ að taka prófin í MA, það verður allavega notalegt. Gat ég ekki bara notið þess að vera ekki í skóla eitt misseri? Greinilega ekki...

Árshátíð MA er á morgun og ég er meira en lítið spennt fyrir að mæta, hitta megnið af gömlu stjórninni, borða góðan mat, horfa á skemmtiatriðin og njóta þess að bera enga ábyrgð á neinu! Jey.

Haha amma Helga er krúttleg, var að hringja og vildi að við myndum mæla okkur mót fyrir smákökubakstur. Hún bakar nefnilega alltaf eina þýska smákökutegund og ætlar núna að kenna mér að baka hana, kunnáttan má ekki glatast! Enda vil ég ekki að hún glatist, þetta er uppáhalds smákökutegundin mín.

Já sundurlaus færsla, bara til að gera eitthvað annað en að lesa um undirstofnanir EFTA...

2 Comments:

Blogger Sólveig Edda said...

oh my god, eg sit á Internet-kaffinu mínu og berst vid tárin! Mig langar ad vera med á árshátídinni...sakna ykkar allra og skiladu kvedju fyrir mig til allra hinna...missjú

4:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Krútt þú! Að syngja fyrir köttinn. Kannski ég leyfi þér bara að vera með mér og Lufsu í snjókasti við tækifæri:) Hlakka til að sjá þig stelpa!

3:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home