21.1.07

Satans satans satans lögfræði.

Þetta er svo leiðinlegt að mig verkjar. Ef að ég á að fara í Pollýönnuleikinn (ég hata samt Pollýönnu) þá var gott að ég valdi lögfræði vegna þess að:

a) Ég er búin að læra allskyns sem að ég hafði ekki hugmynd um áður og mun eflaust koma mér vel í daglegu lífi. Reyndar finnst mér að sumt af þessu námsefni ætti að vera kennt öllum, til dæmis í lífsleikni. Það væri tilbreyting frá þessari stanslausu ansvítans naflaskoðun sem fer fram í þeim tímum.

b) Ástæðan fyrir því að ég valdi lögfræði var sú að ég var að hugsa um að læra hana í háskóla. Jafnvel fara í Bifröst og vera í dragt með sleikt hár í pulsu. Þessi önn hefur þessvegna verið ágætis naflaskoðun, (áhrifaríkari en lífsleikniáfangar seinustu ára?) ég á aldrei aldrei eftir að leggja eitthvað þessu líkt fyrir mig. Frekar verð ég hreppsómagi og aumingi, hrehre. Nei ætli það samt...

Í gærkvöldið eyddi ég næstum tveimur tímum í að horfa á kynningu hjá Steve Jobs. Já, og ég varð alveg jafn glöð inni í mér og nördin sem voru á kynningunni þegar ég fylgdist með honum sýna allt Apple dótið. Ég er hrikaleg. Svo ekki sé minnst á iPhone, það var náttúrulega toppurinn. Pant!



Vá hvað ég er mikil efnishyggjumanneskja. Kannski ég ætti að fara í Bifröst? Eða... Æ ég er farin að spinna tóma þvælu, bara til að vinna mér inn gálgafrest... En bækurnar bíða víst.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hata líka Pollíönnu og hef alltaf gert...
Gangi þér vel!

10:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pollýanna er ást mín í lífinu og ég piffa nú bara þennan síma efnishyggjukelga... piff á þig!

2:31 e.h.  
Blogger Heida said...

Ójá ég væri sko til í iPhone, var einmitt að lesa mér til um þennan grip um daginn. Fyndið að þú skulir skoða kynningar hjá Steve, ekki margir sem gera það...eða allavega þeir sem ég þekki.

5:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha góðu pistill. og áfram lögfræði! allt saman bráðnauðsynlegur fróðleikur svo ekki verði maður undir manni og mönnu og í lífinu. skiljanlegt er þó að sumum þykur hún ansi leiðinlegi og segi kannski að hún eigi bara heima í görnum gamallra manna. henni fylgja þó kostir svo sem dragtir skjalatöskur hnútar og pylsur og svo minnumst við nú ekki á launin! húrra ég hlakka til eftir 4 og hálft ár.

eitt enn ég þoli ekki pollíönu og hennar leiki, sparkaði og lét öllum íllum látum þegar móðir mín gerði tilraunir til að fá mig til að lesa já eða hlusta á þessa bók. ég geri bara það sem ég vil!!

eeeen ég eeeelksa Iphone og er byrjuð að safna !!

love over and out

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, Kristín á Bifröst með pulsu í hárinu og iPhone. Skal ekki segja. En áfram hreppsómagar!

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

steve jobs er hetjan mín

2:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst Pollíanna æði:)

6:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú blótar of fokkkin mikið!

p.s. ég veit ekki hver iphone er en hann hlýtur að vera skemmtilegri en Pollýanna

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú blótar of mikið!

p.s. ég veit ekki hver iphone er en hann hlýtur að vera skemmtilegri en Pollýanna

5:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

p.p.s. mér hatar blogger betu

6:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

p.p.p.s. mér hatar hatar blogger beta. ögh

7:05 e.h.  
Blogger Nína said...

Afhverju er einhver Anonymous að heilsa Sexy Webcam Videos? Hver er það? What's goin on? Sexy webcam boys. Úff.
Annars já, Pollíanna fer í taugarnar á mér líka! Takk! Einhver varð að segja það, fjandinn hafi það.
Fíla þetta Steve Jobs trikk hjá þér. Svona fær maður nörda eins og Elfu til að líta upp úr bókunum. Elfa pulsa. Ekki segja samt.

9:43 f.h.  
Blogger elfa said...

haha nína ég les þetta!! pulsa hvað!

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home