20.2.07

Reykjarvíkurferð að baki.

Fínasta ferð alveg hreint. Kristján Einarsson er besti gestgjafi sem um getur, ég hitti besta fólk í heimi, fór í starfskynningar, kynnti mér námsframboð, fundaði með RÚV um Söngkeppnina og margt fleira. Höfuðið á mér var bæði skýrara og ruglaðra eftir reisuna...

Þegar ég kom út úr HÍ kynningunni langaði mig m.a. að læra þjóðfræði, mannfræði, kínversku, fornleifafræði, fjölmiðlafræði, heimspeki, alþjóðasamskipti, spænsku og svona gæti ég talið áfram. Það hefði ekki komið mér á óvart þó að einhver hefði náð að vekja áhuga minn á verkfræði eða stærðfræði.

Ég hef þó ákveðið að halda mig við gömul plön, svona að mestu leyti. Það er ekki gott að skipuleggja of mikið og of langt fram í tímann, ekki svona hluti. Réttara er að njóta líðandi stundar til dæmis með því að fá sér tebolla og taka sér bók í hönd.

Góða nótt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

yndislegt að fá ykkur:)þið eruð krúttleg...fljótlega megið þið kyssast

6:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei Allah forði yður frá því að enda í raunvísindadeildinni. Og að eignast dætur auðvitað.
Knús í bala.

3:19 e.h.  
Blogger Nína said...

Virka bloggið?

12:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home