21.5.07

Argh plöh föh.

Ég hef ekki orku í að klára þetta. Vill einhver hringja á vælubílinn?!

Mig dreymdi brautskráninguna mína í dag, mikið rosalega verður gaman 17. júní. Ég sé þetta fyrir mér, mitt inn í miðri Kristínar-þvögu fjórða bekkjar er ég kölluð upp og tek við stúdentsskírteininu mínu, skælbrosandi. Vonandi rætist þessi draumur, akkúrat núna sé ég þó ekki alveg fram á það.

Þetta er búinn að vera ömurlegur dagur og ekkert frábær hálfur mánuður ef út í það er farið. Endalaust orkuleysi og augnverkur og vöðvabólga og „búlgaría“ og vanræksla við vini og verkefnaskil.

Nú er ég reyndar búin að skila öllu af mér nema ég á „litla“ 20 blaðsíðna heimspekiritgerð eftir. Já, ég má heldur ekki gleyma rosalega hressum inspectrix pistli í Munin (sem vonandi kemur út).

Þessi dagur fór líka í rugl, búlgaría og hiti (þess vegna dreymdi mig í _dag_ að ég væri að útskrifast, ég ákvað að ég ætti skilið frí frá klósettsetunni og lagði mig) og svo loks... að sauma 22 merki á Dimissio búninga F-bekkjarins með mömmu. Elska bekkinn minn ekkert allt of mikið þessa stundina þar sem það fóru tæpar fjórar klukkustundir í þetta bras. Ég hefði getað varið þeim klukkustundum betur og móðir mín eflaust líka.

Æi ætli það sé ekki best að byrja allnighterinn minn svo ég líti ekki út eins og algjör þrolli á fundi með Sigurði Ólafs á morgun útaf þessu ritgerðarklúðri. Elska að púlla allnighter þegar mig langar mest að pakka mér inn í sæng og vera veik í friði.

Djöfull djöfull djöfull.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Guð hvað ég skil þig og alltaf er mamma þín jafn hjálpsöm og frábær. Bið að heilsa henni. Kem svo um næstu helgi og dreg þig út þú hefur ekki gott af því að hafa áhyggjur af verkefnum og þess háttar.

2:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Kristín, ég veit ad thad hjálpar lítid ad ad segja ad thetta reddast, en thad gerir thad bara alltaf á einhvern óskyljanlegan hátt! Ég hlakka líka til ad sjá thig útskrifast:) En ég hlakka en meira til thess ad sjá thig eftir nokkra daga...kem heim á mánudagskvøldid og krefst thess ad thú takir thér smá pásu svo ég geti fengid ad sjá á thér falega andlitid og fá knús:)

10:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ litla skott. Þetta reddast :) Og ég bið líka að heilsa mömmu þinni, hún er frábær.
Hlakka óstjórnlega til að hitta þig 17. júní! :) Kv. Hildigunnur

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi ég sakna ykkar allra stelpur! Hlakka svo sannarlega til að sjá ykkur skonsur! Vonandi allar 17. júní?

Þórný, ég tek mánudagskvöldið frá fyrir þig :)

1:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Númerið er 555-5555 hjá vælubílnum

Lúxusvandamál?

1:39 e.h.  
Blogger Nína said...

Ógeðslega stórt knús, megastórt. Ef þú verður ekki búin að jafna þig fyrir útskrift þá photoshoppa ég bara þreytuna í burtu. Eij?

1:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Láttu lestarferðina góðu yfir hálfan hnöttinn halda þér við efnið kona, hugsaðu eins og karlmaður, einn hlut í einu og fyrr en varið verður törin yfirstaðin. Hlakka til að sjá þig og Ottó með hvíta kolla 17. júní, kv. Sara, 108 rvk

12:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jei dúll vúll, takk fyrir bjóóóðið, heyri í þér er nær dregur. Þú stendur þig vel ;)

4:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home