13.6.07

Já, ég fór þetta á litlu skrefunum.

Ritgerðinni var skilað í bréfalúgu Sigurðar Ólafssonar þremur tímum eftir seinastaseinastaseinasta skilafrest, eða kl. 3 aðfaranótt mánudags. Því fylgdi mikill léttir. Ég er ekki enn búin að lesa ritgerðina almennilega í heild sinni og er ekkert viss um að mig langi til þess. Nokkurn tíman. Nú er ég dauðstressuð yfir því hvað ég fæ fyrir þetta 23ja blaðsíðna skrýmsli.

Annars gengu prófin glimrandi og ég fékk fínar einkunnir, sérstaklega miðað við ástundun! (8, 9, 9, 10). Nema í íþróttum því þær sökka og ég sökka í þeim.

Ég er svo spennt! Húfan var keypt í dag og ég þreif helling fyrir veisluna. Þrifin halda áfram á morgun og kannski maður finni tíma til að skrifa eina ræðu eða tvær? Hver veit. Kannski ég endi á að skrifa þær klukkustund fyrir flutning eins og á árshátíðinni. Vonandi ekki samt.

Fyrir áhugasama verð ég með ávarp nýstúdents kl. 14:15 niðri í bæ. Jámmjámm.

Nína er að koma í bæinn og ég hlakka til! Hún ætlar að taka myndir af mér og Ottó og vera sæt. Eins og alltaf.

Fólk er að spyrja mig hvað mig langi í útskriftargjöf. Ég ætlast ekki til þess að nokkur gefi mér gjöf, það er bara gaman að sjá framan í fólk og er í sjálfu sér nóg. Sérstaklega finnst mér það óþarfi að fátækir námsmenn séu að standa í einhverjum stórræðum! En þar sem ættingjar eru að biðja um einhver svör þá væri voðalega gaman að fá bækur (þær ganga alltaf í mínu tilviki), inneign í 66 gráður norður þar sem mig langar í ullarnærföt fyrir ferðina miklu til Síberíu og eitthvað hagnýtt. Ég er ekki sérlega gefin fyrir eitthvað sem að nýtist ekki baun, eins og ljótar styttur t.d. Eldhúsdót finnst mér ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega úr Kokku og Iittala er uppáhald. Annars er ég ekkert kresin.

Hlakkihlakkihlakki til á sunnudaaaaginn!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvenig ferðalag ertu að fara í?

4:49 e.h.  
Blogger slovenia2006 said...

hvernig á ég við..

4:49 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

til lukku með útskrift mín fagra, af myndum að dæma hefur dagurinn heppnast vel!

12:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bímmbímm bímm! Það var gaman. Blogga svo!

-Nínster

12:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt, og takk fyrir góða veislu.

-ónefndari

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil nýtt blogg, takk pent :)
Kv. Hildigunnur

8:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home