6.12.07

Hóhó.

Ég er á fullu að skipuleggja Amnesty bréfamaraþon sem haldið verður nk. laugardag. Það verður í Akureyrarakademíunni og fólki er frjálst að líta inn milli 13 og 17 og stoppa eins lengi og það vill. Bæði er hægt að kvitta á þartilgerð póstkort og senda bréf frá eigin brjósti. Það verða leiðbeiningar á staðnum fyrir bréfaskriftirnar, tilvalið að koma sér inn í starfið. Nýir Amnesty félagar eru velkomnir og jólaandi mun ríkja, kakó, kaffi, smákökur, jólatónlist og jólakort Amnesty til sölu. Það má endilega líta inn, þó það væri ekki nema til að kíkja á mitt fagra fés, fá sér smáköku og kvitta á tvö kort! Ókeypis jólaskemmtun og gott að gefa af sér fyrir hátíðarnar. Akureyrarakademían er gamli húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti.

Í dag er eitt ár síðan við Ottó urðum kæróhommar og í tilefni þess er ég sprengsödd. Takk Greifinn.

Pabbi er hugsanlega besti og mest utanviðsig maður sem ég veit um. Seinast í gær kallaði hann Ottó „Anton“. Eitt ár sko... og hálft undir hans þaki. Dæs.

Stutt í þetta skiptið.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HaHAHA!!! Anton.. Pabbi þinn er snilli. EN ég veit ekki hvað er að verða um þig mín kæra. Farin að baka eins og brjálæðingur, búin að pakka inn 25 gjöfum !!! (sá þessar upplýsingar á blogginu hennar dagnýjar) og svo ertu að halda upp á kæró afmæli. Það getur ekki verið að við höfum breytt þér svona mikið, svo ég giska á að Anton sé ekki allur þar sem hann er séður.

ps. fer að koma í bæinn, vonandi hefurðu einhvern lausan tíma til að hitta mig:)

9:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anton? hvers vegna Anton?
ég elska hann föður þinn.

12:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home