Núna...
Er ég að taka hitamæli úr munninum mínum. Hann sýnir að ég sé með nítíuogáttakommaeina kommu.
Er ég með kalt gel á höfðinu því að hausinn á mér er að springa en maginn er ekki tilbúinn til að taka á móti verkjalyfjum.
Er ég mjög fegin að ég sé hætt að æla, ég ældi samfellt í kortér eitt skiptið í gær og grenjaði allan tímann. Helvíti.
Er ég í náttkjól af mömmu, ég treysti mér ekki til að ganga upp stigann í mitt herbergi og ná mér í eigin föt.
Er mér bannað að fara í sturtu eða bað meðan ég er ein heima, skyldi líða yfir mig.
Er ég með strengi í maganum og stirt bak eftir æluaðfarir.
Er ég gengin í barndóm. Pabbi hætti alveg að tala um pólitík, ljáði mér rúmstæði sitt svo ég svaf uppí hjá mömmu, hann mataði mig á peru og keypti Gerbers barnamat handa mér.
Er próftíð. Það þýðir að ég er búin að missa af dönskuprófinu og þýskuprófið hefur staðið yfir í 9 mínútur þegar þetta er ritað.
Er ég óvart búin að vera online á MSN í dag þannig að fólk heldur að ég sé fullfrísk og vilji ekki svara þeim. Afsakið.
Ætla ég að staulast inn í rúm og sofna eftir að hafa póstað þetta grenjublogg.
Er ég að taka hitamæli úr munninum mínum. Hann sýnir að ég sé með nítíuogáttakommaeina kommu.
Er ég með kalt gel á höfðinu því að hausinn á mér er að springa en maginn er ekki tilbúinn til að taka á móti verkjalyfjum.
Er ég mjög fegin að ég sé hætt að æla, ég ældi samfellt í kortér eitt skiptið í gær og grenjaði allan tímann. Helvíti.
Er ég í náttkjól af mömmu, ég treysti mér ekki til að ganga upp stigann í mitt herbergi og ná mér í eigin föt.
Er mér bannað að fara í sturtu eða bað meðan ég er ein heima, skyldi líða yfir mig.
Er ég með strengi í maganum og stirt bak eftir æluaðfarir.
Er ég gengin í barndóm. Pabbi hætti alveg að tala um pólitík, ljáði mér rúmstæði sitt svo ég svaf uppí hjá mömmu, hann mataði mig á peru og keypti Gerbers barnamat handa mér.
Er próftíð. Það þýðir að ég er búin að missa af dönskuprófinu og þýskuprófið hefur staðið yfir í 9 mínútur þegar þetta er ritað.
Er ég óvart búin að vera online á MSN í dag þannig að fólk heldur að ég sé fullfrísk og vilji ekki svara þeim. Afsakið.
Ætla ég að staulast inn í rúm og sofna eftir að hafa póstað þetta grenjublogg.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home