14.7.04

Barnið er fætt

Hún er svo falleg.
Þið trúið því ekki.
Canon Ixus 430.
Afrakstur margra rútuferða og kassaafgreiðslutíma.


Málhelti

Gormælska hlýtur hreinlega að vera skemmtilegasta málfötlun sem völ er á.
Fólk sem er haldið þessum frábæra eiginleika hefur sogast að mér líkt og flugur að rúturúðu seinustu daga.
Hlýt ég að álykta að einhverjum þarna uppi sé vel við mig
og hafi ákveðið að ég ætti skilið að hlæja dágóðan skammt á degi hverjum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home