26.10.04

Í dag:

...Var ég drusla með hita og svaf til hádegis en tók samt viðtal við Tryggva Gíslason.
...Beið ég í meira en klukkustund eftir lækni sem stakk pinna í kokið á mér en fór samt á Muninsnámskeið og í Myndlistaskólann.
...Var ég aumingjahetja.

Á föstudaginn:

Fór ég í klippingu. Ég mæli ekki með því að fólk fari í klippingu á föstudögum.
Þá þarf maður að taka þátt í "samtali" sem er eitthvað á þessa leið:

Klippikona: Jæja, á svo ekki að skella sér á djammið í kvöld? (Ofurhress)
Kristín: (Bitur yfir Airwaves för sem ekki varð og áhyggjufull yfir námi sem ekki verður)
Nja, kannski læra bara...
Klippikona: (Hneyksluð) Hva, þú verður nú að gera eitthvað um helgina! Í hvaða skóla ertu annars?
Kristín: Menntaskólanum.
Klippikona: Já svoleiðis... (blanda að vorkunnar og hneyslunartón)

Æi, ég veit ekki. Mæli samt heldur ekki með að fara í klippingu á mánudögum, þá er maður spurður um djammið seinustu helgi...

Núna lít ég út eins og albínóa-Kleópatra ef ég slétti á mér hárið en fimm ára smástelpa ef ég set það í stert. Mér finnst það ágætt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home