6.11.04

Í dag...

fór ég niður í bæ með mömmu. Tilgangurinn var að skoða árshátíðarföt.
Ég hata árshátíðarföt. Í fyrra keypti ég mér rauðan silkisíðkjól og leið eins og prinsessu.
En að sjálfsögðu má ekki mæta í sama dressinu tvisvar, OMG! (Fyrir utan það að hann er orðinn alltof lítill á mig, fjandinn)
Ég tími ekki að kaupa mér kjól á 20.000 kall. Kjólinn í fyrra keypti ég á útsölu, 8 stórir fuku fyrir hann en það er líka það hæsta sem ég fer fyrir föt sem ég geng einu sinni í.

Kannski ég geri bara eins og Ásgeir ráðlagði mér og mæti í kuldagalla í mótmælaskyni.
Hah, Kraft-galli og moonboots, ekki slæmt dress það.

Síðan ætlaði ég að vera voðalega dugleg og skellti mér á Amtið. Þar hafði ég hugsað mér að finna efni fyrir hina 7 bls heimildaritgerð sem ég á að skila í næstu viku. Viðfangsefnið er Samar og ég komst að því að það er varla til neitt efni um þá. Til hamingju Kristín.

Nú ætla ég að éta yfir mig af Keldudalskjúklingi og drukkna í eigin volæði.
Fyrst hugsa ég samt að ég éti forréttinn sem Axel bróðir bjó til handa mér. Hann samanstendur af rauðu vínberi á tannstöngli með gúrkusneið utanum. (Forrétturinn, ekki Axel)
Namm...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home