15.11.04

Fjölskyldusamtöl

1.
Mamma: Settir þú brauð í geislaspilarann?
Kristín: Ha, nei! (Hissa)
Mamma: Axel, gerðir þú það?
Axel: (Hugsar)...Um daginn... þá ætlaði ég að rista mér brauð... þegar ég hugsa um það þá fann ég aldrei brauðsneiðina eftir að ég setti hana í ristina...

(Geislaspilarinn vonast til að ná bata, enn er verið að tína myglaða brauðmola úr honum)

2.
Pabbi: (Hringir í Axel til að gá hvort þurfi að ná í hann í kvöldmat)
Axel: (Myglaður, svarar eftir 16 hringingar)
Pabbi: Á ég að ná í þig vinur?
Axel: Ég á ekki að fara í skólann í dag... (skellir á)

Það voru heilir fimm metrar á milli feðganna þegar þetta samtal átti sér stað, Axel hafði komið heim og lagt sig eftir skóla án þess að pabbi vissi...

3.
Kristín: (Labbar inn úr dyrunum og sér að mamma hennar er með stærðar glóðarauga,
spyr undrandi hvað hafi komi fyrir)
Ólöf: Pabbi þinn barði mig.
Kristín: Ha?!
Ólöf: Nei, bara grín. Hann rak kústann í mig þegar hann var að sópa snjónum af bílnum.

Niðurstaða: Ólöf er vægðarlaus móðir sem vill sjokkera börnin sín eins oft og mikið og hún getur...

P.s. 70% fall í söguprófinu! SJÖTÍUPRÓSENT!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home