24.12.07

Risavaxna, fjögurra metra háa furan skreytt, allt að verða hreint og fínt, búin að baka sex sortir, pakka inn öllum jólagjöfum og senda öll heimaföndruðu jólakortin! Svona jól, eða öllu heldur jólaundirbúning, mun ég örugglega ekki eiga lengi. Á næstu árum mun aðventan líklega fara að mestu leyti í prófaundirbúning en ekki jússuköst og jólalög.

Jólin mega sumsagt alveg koma. Reyndar ætlar pabbi að fresta þeim líkt og Castro gerði á Kúbu, forðum daga. Þar sem að fjölskyldan mín er krúttleg ætlar hún að bíða með að taka upp jólagjafirnar þar til ég kem heim af vakt - kl. 23. Þetta verða án efa sérstök jól, að vera með gamla fólkinu en iss þetta verður fínt!

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir liðið.

E.s. Móment kvöldsins: Pabbi skautaði inn í eldhús, tók létt balletspor, fraus í dramatískri stellingu og söng: „Það er byrjað að snjóóóa!“ Selurinn.

E.s. Mæli með www.reisubok.blogg.is

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha.. pabbi þinn er frábær!

1:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home