17.1.07

Andskotans djöfuls helvíti.

Þegar maður er upptekinn af eigin sársauka er gott að lesa „Um sársauka annarra“ eftir Susan Sontak.

Það slævir ekki jafn mikið og verkjatöflur. Vekur mann upp.

E.s. Þættirnir hans Jónasar Sen (Zen) sem voru á sunnudagskvöldum verða ekki fleiri. Það syrgjum við Gitta (Glitfríður Schiöth).In memorian.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glitfríður! Haha, fyndið.

2:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha ég þekki engan sem horfir á þessa þætti. Ég horfði reyndar á þáttinn um fiðlukennarann minn... og einn annan. That´s it. Gangi þér allt í haginn :)

2:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eh það er in memoriam, með emmi. En, þér fyrirgefst, sökum uppáfinnslu hins frábæra ritháttar J.Zen, með zetu. Svo viðeigandi!

En verður þess annars langt að bíða að sjá þig á mölinni?

7:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég veit Erla, mér finnst það mjög fyndið. Sérstaklega vegna þess að faðir minn, sem er ekki venjulega maður margra orða eða mikils sprells, byrjaði að kalla hana það. Mamma kallaði hana alltaf Gittfríði en hann breytti því í Glitfríði „því hún glansar svo“. WTF? Stundum skil ég afhverju bróðir minn er eins og hann er... haha.

Sko, þetta var fastur liður á sunnudagskvöldum hjá okkur Gittu. Besti gaur í heiminum hann Jónas Zen.

Æi kemur Kristín. Rosalega mikið kemur. Já, Zen er meira viðeigandi en Sen. Þarnæstu helgi mun ég leggja leið mína í borgina. Hittast þá?

4:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þessar andvökunætur sem þú hefur verið að hafa orð á... ég hef orðið var við þetta undanfarið í fari mínu þó ástæðurnar séu aðrar. Ég get bara ekki sofið vært þegar óvissan um hvenær ég muni sjá J.Zen yfirtekur mig svona...

eins gott að sjónvarpið haldi áfram að styrkja hann í þáttagerð!

9:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki hvaða kauði þessi Zen gaur er. Óskapleg fáfræði. Glitfríður hljómar eins og nafn á dragdrottningu.
Takk fyrir sérlega ánægjulegt spjall á laugardagskvöldið. Knús í bala :)

4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home