1.3.07

Það er ótrúlega mikið að gera.

Næst skal ég skrifa um ótrúlega skemmtilegu Egilsstaðaferðina með stjórninni, þegar ég var svöl á mánudaginn og flaug suður og aftur heim í boði RÚV til að fara á fund með framkvæmdarstjóra útvarps og sjálfum Páli Magnússyni, MR-heimsóknina og Gettu betur.

En ekki að sinni. Nú þarf ég víst að gera lífsleikniverkefni (sem er næstum því meiri tímaeyðsla en að skrifa þessar línur hér) og hlusta á elsku Ottó ræskja sig trekk í trekk. Hann er með hálsbólgu sjáið þið til og er því með tebolla í hönd og klæddur í bleik-fjólubláu lopapeysuna mína. How manly.

Geðheilsa, ó geðheilsa...

3 Comments:

Blogger elfa said...

já mikið að gera, hef á tilfinningunni að svona verði þetta alltaf héðan af. brjálað að gera, það er reyndar meira töff þegar einhver spyr:
jæja hvað er að frétta?
og þú svarar:
já fína bara, það er nottlega brjálað að gera
heldur en ef þú svara svona:
já ekki mikið, hangi voða mikið bara heima...

sí jú tú night!

12:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, svo upptekin ung kona. Ég eyddi t.d. 5 klukkutímum í dag í að horfa á sjónvarpið. Gaman að segja frá því. En get þó afsakað mig með veikindum. Hefði kosið að vera í bleik-fjólublárri ullarpeysu en svoleiðis munaðarvöru er ekki allstaðar að finna.

11:21 e.h.  
Blogger kristin said...

Þetta er satt Elfa. Fyrr má þó rota en dauðrota.

Æi ég öfunda þig smá Hildigunnur. Ást.

9:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home