18.12.04

Nenni ekki að blogga ....

en hef skothelda afsökun fyrir því í þetta skiptið. Braut líklega á mér hægri löngutöng á fimmtudaginn, það er löng og góð saga að segja frá því, nenni hins vegar ekki að segja hana.
Er svo fjandi lengi að pikka inn. Stutt samtal síðan í gær í staðinn:

Kristín: Andskotans aumingi er ég, get ekki einu sinni þvegið mér sjálf um hárið, mamma verður að gera það!
Arnar: Getur ekki einu sinni skeint þér.
Kristín: Jú, get það alveg með vinstri.
Arnar: ... Kommúnisti.

Stolt dagsins: Ég GAT þvegið mér um hárið með sæðingahanska frá pabba!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home