Það er í tísku að blogga draumana sína svo ég ætla að vera hipp og kúl og gera það líka. Hell je!
Nóttina fyrir söguprófið dreymdi mig sumsagt að ég væri stödd í gétuttuguogtveimur þar sem ég sat í öftustu röð og rembdist við að taka söguprófið. Skyndilega lít ég upp og sé þá að meistari Sigurður Ólafsson horfir á mig grimmum augum og gengur hægum skrefum í átt að mér.
Stofan lengist og ég horfi á hann ganga nær mér og óskaplega tekur það langan tíma. Þegar hann loksins kemur að borðinu mínu er ég löðrandi í svita og skelf. Þá tekur Sigurður blaðið upp, les og fer að skellihlæja. Svona holum, dimmum hlátri; hohohoho!
Já, það var óneitanlega gaman að vakna eftir fjögurra tíma svefn og skella sér í prófið eftir þennan draum! En eins og Gitta útskýrði fyrir mér er alltaf betra að dreyma illa því þá gerist eitthvað gott. Veit ekki hvort ég trúi því en söguprófið gekk vonum framar, allavega þar til ég fæ einkunnina.
Búin að fá allar aðrar einkunnir og er sátt. Ein sexa reyndar en það var stærðfræðin svo ég get ekki kvartað. Svo var það bara sjö-átta-níu. Ahh, ég tek mætingareinkunnina reyndar ekki með, hún er það mesta rugl sem ég veit! Einkunn fyrir hversu frískur maður er og hversu lítinn þátt maður tekur í félagslífi. Rugl segi ég.
Frí í viku sagði maðurinn, í hvað á maður að eyða því eiginlega?
Nóttina fyrir söguprófið dreymdi mig sumsagt að ég væri stödd í gétuttuguogtveimur þar sem ég sat í öftustu röð og rembdist við að taka söguprófið. Skyndilega lít ég upp og sé þá að meistari Sigurður Ólafsson horfir á mig grimmum augum og gengur hægum skrefum í átt að mér.
Stofan lengist og ég horfi á hann ganga nær mér og óskaplega tekur það langan tíma. Þegar hann loksins kemur að borðinu mínu er ég löðrandi í svita og skelf. Þá tekur Sigurður blaðið upp, les og fer að skellihlæja. Svona holum, dimmum hlátri; hohohoho!
Já, það var óneitanlega gaman að vakna eftir fjögurra tíma svefn og skella sér í prófið eftir þennan draum! En eins og Gitta útskýrði fyrir mér er alltaf betra að dreyma illa því þá gerist eitthvað gott. Veit ekki hvort ég trúi því en söguprófið gekk vonum framar, allavega þar til ég fæ einkunnina.
Búin að fá allar aðrar einkunnir og er sátt. Ein sexa reyndar en það var stærðfræðin svo ég get ekki kvartað. Svo var það bara sjö-átta-níu. Ahh, ég tek mætingareinkunnina reyndar ekki með, hún er það mesta rugl sem ég veit! Einkunn fyrir hversu frískur maður er og hversu lítinn þátt maður tekur í félagslífi. Rugl segi ég.
Frí í viku sagði maðurinn, í hvað á maður að eyða því eiginlega?
1 Comments:
Ef ég ætti vikufrí myndi ég eyða því í að læra á básúnu. Svo myndi ég þramma um með hljóðfærið mitt þangað til ég fengi viðurnefið, afsakið; viðurnefnið Nína básúna.
Takk fyrir.
Skrifa ummæli
<< Home