11.1.05

Prófin byrjuð...

með tilheyrandi náttfatastrippli, stressdrullu og íspinnum. Fór í stærðfræðiprófið í gær og gekk furðu vel, miðað við að Helgi kenndi mér áfangann um helgina, guði sé lof fyrir hann.
Mér finnst próftíðin vera meiri uppgjörstími en áramótin. Það er fyrst núna sem maður spyr sjálfa sig hvað í fjandanum maður var að gera seinasta ár og afhverju í ósköpunum maður drullaðist ekki til að taka upp bækur. Jæja, reyni að gera gott úr hlutunum og kaupa mér glósur hingað og þangað. Frábært.
Nennir einhver að segja mér að drullast til að læra?

2 Comments:

Blogger Lilý said...

deeeerullastu til að læra! ..og ég líka

6:39 e.h.  
Blogger Bergþóra said...

Vá. Flott útlit.

3:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home