20.4.07

Það er tæp vika eftir af stjórnarsetu minni... Úff. Meira um það síðar.

Gærkvöldið var sérdeilis prýðileg skemmtun og ágætis hvíld. Mikið finnst mér gaman að tala við skemmtilegt fólk, það er hreinlega eitt það besta sem ég veit.

Sumardagurinn fyrsti; Útsof, pönnsur frá ömmu Ottós og göngutúr í Kjarnaskógi. Plebbaplebb en samt svo ljúft. Óformlegt matarboð þar sem Ranna var heiðursgestur og loks leiksýning. Lífið - notkunarreglur er frábært verk. Mig langar aftur til að ná öllum orðaleikjunum og skilja persónurnar betur. Ég mæli eindregið með þessu, fyrir alla. Tónlistin er líka falleg.

En leiðinlegt að ljúka þessum annars ágæta degi með því að klára verkefni í lífsleikni og íþróttum...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur skrifað of oft um lífsleikni á blogginu þínu, ég fæ alltaf leiðindahroll þegar ég sé orðið.
Annars gott að vita af þér í góðu yfirlæti. Hlakka til að heyra af stjórnarskiptum. Knús til Ak.

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe ætlaði einmitt að kommenta um lífsleiknina en sé að Hildigunnur var á undan mér:) Fannst æði að spjalla við ykkur Ottó á msn um daginn. Loga fannst ég algjör þrolli að vera ein við tölvuna í hláturskasti. Þykir óendanlega vænt um ykkur perrana:)

8:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst vanta meira um leyndadóma Keferenspýramídans í þetta blogg. Jafnvel þú að svipta hulunni af þeim? Koooomoooon!

3:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh hvað mér fannst gaman að hanga með ykkur um helgina. Gleymdi líka að segja þér að knúsa mömmu þína til baka frá mér:) þú gerir það gella.

10:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er lífið núna?

12:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home